tirsdag den 23. december 2008

Jólakortið í ár.

Kæru vinir.

Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól, gott og gæfuríkt komandi ár.
Þökkum allar góðu stundirnar á liðnu ári.

Bestu jólakveðjur,
Ágústa, Brynjar, Ásbjörn Jakob og Jóhann Ingi.


Vegna tímaskorts og leti varð ekkert úr jólakortaskrifum þetta árið!
En það verður bara að hafa sig og vona ég bara að ég geti bætt úr því á næsta ári :o) .... jú ég ætla nefnilega ALLTAF af vera svo snemma í öllu hver einustu jól ;o) Var t.d. að klára síðustu jólagjafirnar áðan!!!

Foreldrar hans Brynjars eru komin í heimsókn til okkar og verða yfir jól og áramót. Þannig að það verður bara voða kósý hjá okkur hér í Baunalandi, með Alíslenskum jólamat og nammi :o)

Það er búið að vera ansi mikið að gera hjá mér undanfarið, ég held ég hafi bara aldrei á ævinni haft svona lítinn tíma eins og nú. En það lagast vonandi á nýja árinu. Byrja í "nýrri" vinnu 1. feb. og hlakkar mikið til að þurfa bara að vinna á einum stað og þegar ég er búin þar get ég farið heim til mín. Ég á samt eftir að sakna gömlu vinnunnar og allt það, finnst enn frekar óraunverulegt að ég sé að fara að hætta þar.

Á eftir förum við Kobbi og Ásbjörn og jóhann Ingi í skötuveislu. Ég ætla allavega að reyna að koma saltfisk í strákana ;o) Brynjar og mamma hans ætla að skreppa til Þýskalands og útrétta aðeins fyrir jólasveininn ;o)

Við fórum líka til Flensborg í gær. Jóna (mamma hans Binna) átti afmæli og bauð okkur í mat á Hansens Brauerei. Það var mjög gaman og góður matur eins og alltaf... og svo er náttúrulega möst að panta þar meter af bjór.
Og viti menn, mér gekk bara svo vel að tala þýskuna, þetta er allt að koma hjá mér og ég blanda henni ekki eins mikið við dönsku eins og ég gerði fyrst ;o) Gat sagt allt sem ég ætlaði án þess að stama, hehe...

Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Strákarnir fengu klippingu hjá Elsu áðan og eru því tilbúnir í jólin og spennan eftir pökkunum eykst með hverri mínútu sem líður :o)

Jæja, jæja... bless í bili og aftur....

Gleðileg jól.

torsdag den 6. november 2008

Samtal:

Ring, ring....

Jóhann: Má ég borða hjá Brynjari?
Mamman: Nei, viltu ekki bara koma heim að borða, ég er að elda fisk fyrir þig.
J: Nei mig langar svo að borða hjá Brynjari.
M: Hvað er í matinn?
J: Dúfa. Mig langar svo að smakka.
M: Dúfa? Okey, þá er það í lagi. (Örugglega gaman fyrir barnið að fá að smakka dúfu).

Við matarborðið:
M: Jóhann ætlar að borða dúfu hjá Brynjari.
B: Já, okey. Hvar ætli þau hafi komist í dúfu?
... Velt sér uppúr þessu í smá stund....
Ásbjörn: Er dúfa góð á bragðið?
M: Mér finnst það ekki, en kannski finnst öðrum það gott.

Jóhann kemur heim í fylgd Brynjars og Eddu.
M og B: Hvar fenguð þið eiginlega dúfu???
E: DÚFU?
M og B: Já! Var ekki dúfa í matinn hjá ykkur?
E: NEI... það var BJÚGA!!!!

Já svona verða kjaftasögurnar til.................. hehe....

Annars allt fínt að frétta.
Fór í gær með strákana og Ólu Sól vinkonu þeirra á bókasafnið.
Vorum þar í dágóðan tíma og komum heim með tvo tölvuleiki og þrjár bækur. Þá er bara að fara opna þær og lesa. Ég ætla að fara að vera duglegri að lesa fyrir strákana áður en þeir fara að sofa. Eða duglegri er nú ekki rétta orðið... ég ætla að fara að byrja að lesa fyrir strákana.

Ég verð nú að monta mig aðeins af stóra stráknum mínum. Hann er SVO duglegur að skrifa og læra heima. Hann gerir bara heila krossgátu án þess að fá hjálp og honum finnst þetta bara gaman. Alveg yndislegur þessi elska. Hann þarf að sitja á sér til að læra ekki of mikið heima, því það má hann ekki. Þau verða að fylgjast að í bókinni.

Á morgun förum við í mat til Eddu og Sighvats... spurning hvað verður á boðstolnum, hummm... kannski heimaslátruð dúfa og sniglasnyttur í eftirrétt???
Ó nei, aldeilis ekki. Við fáum íslenskt lambalæri, Mmmmmm... þvílík veisla :o)

Svo förum við í tvöfalt afmæli á laugardag og Ásbjörn fer í annað afmæli á sunnudag hjá bekkjarbróður sínum.

Jæja, engin langloka í þetta skiptið.

Bless í bili...

mandag den 3. november 2008

Jæja.....
Síðustu dagar eru búnir að vera alveg yndislegir. Ég var í fríi mið, fim og fös. og vann svo bara fös og lau. kvöld. og ótrúlegt en satt þá varð mér helling úr verki :o)
Kl. 8 á miðvikudags morgun breytti ég í stofunni, snéri henni alveg við og það kemur bara fínt út. Vantar bara málverk á veggina, sem koma vonandi fyrr en síðar.
Á fimmtudag hjálpuðumst við Brynjar að við að breyta í Ásbjörns herbergi og á laugardag máluðum við geymsluna niðri og keyptum hillur... engar smá hillur og settum þær upp á sunnudag. Og nágranni okkar kom niður til að þagga niður í okkur! Við þurftum að bora 48 göt í steinvegginn til að koma hillunum upp og vorum á gati nr.6 þegar hann kom. Sagði að það væri ekki hægt að sofa, þau eiga lítið barn og ég spurði hvenær það hentaði þá frekar, hvenær svefntíminn væri búinn og hann sagði að það hentaði enginn tími í dag! Kl. var rúmleg 13 og ég sagði að við ættum eftir að setja upp þrjár hillur og hann sagði að víst þetta vorum við þá væri þetta í lagi! Og svo sagðist hann líka hafa kvartað í fólkið fyrir ofan sig því það var að flytja og færa til hluti um kl.20 á laugardagskvöldi... HALLÓ!!! Þetta finnst mér bara frekja og fólk verður bara að gera sér grein fyrir því að það búi í fjölbýlishúsi.
Við vorum fyrst alveg á nálum við hvert gat sem við boruðum en ákváðum svo bara að gefa skít í þau. Þau geta bara sofið á nóttinni eins og annað fólk eða fengið sér eyrnatappa OG HANA NÚ!!

Svo kom upp ein svona líka skemmtileg umræða hjá okkur Brynjari um helgina!!!
Hillurnar sem við keyptum voru 250 cm á lengd og náðu yfir hausinn á okkur frammí í bílnum. Brynjari tókst að reka hausinn 2x í þær er hann settist inn og já þá fórum við að ræða það hvað maður getur orðið snögg reiður við að reka hausinn svona í. Hann tók þessu ótrúlega vel (fyrir utan táraflóðið ;o) hehehe...).
Ég lenti nefnilega í því um daginn að ég var að sækja hrísgrjónapott ofan af eldhússkáp og "einhver" setti pottlokið ofaná kassann en ekki ofaní hann og ég fékk lokið beint á hausinn á mér og djöfull varð ég reið %"!#$% ég man varla eftir öðru eins og þurfti að fara fram og telja ca.100 sinnum uppá 10 meðan ég var að ná mér niður. Og sem sagt um helgina, ca. 2 mánuðum eftir þetta viðurkenndi Brynjar að hann var heillengi í hláturskrampa inní eldhúsi og það var eins gott að ég heyrði ekki í honum!!!
Börn gráta ef þau lenda í svona en fullorðinir (fleiri en ég) taka þetta út á reiðinni! Af hverju ætli það sé? Já það er spurning!

Á föstudaginn fór ég líka með Helgu vinkonu minni í óvenjulegan og skemmtilegan göngutúr.
Við löbbuðum örugglega í ca. 2 klst. og vorum að túristast með myndavélarnar okkar.
Hér koma nokkrar myndir:


Fórum m.a. inní Marie kirke og tókum þar nokkrar myndir. Þetta er rosalega falleg kirkja og í fyrsta skiptið sem ég stíg inní kirkju síðan ég flutti hingað út.


Þetta er Alsion, skólinn hans Brynjars.

Þetta er Kong Christians bro.


Útsýnismynd frá höfninni.
Svo eru líka fleiri myndir á picasa, ég er bara ekki mikill ljósmyndari í mér en þær festust samt á filmunni :o)
Af strákunum er allt fínt að frétta. Þeir eru svo mikið úti og hjá vinum sínum og við Brynjar erum eiginlega búin að vera ein saman alla helgina! Frekar skrítið.
Stundum er reyndar fullt hús af börnum en aðra daga er það bara tómt.
Okkur tókst samt að fara saman í hjólatúr á sunnudag. Hjóluðum útí búð að versla. Þeir eru ótrúlega duglegir að hjóla, mér finnst Ásbjörn reyndar heldur glannalegur, sérstaklega þegar hann sleppir höndum... niður brekkur og allt.
Jóhann Ingi er kominn á 20" hjól, þvílíkur munur... við komumst áfram án þess að hann hjóli á trilljón eins og hann gerði á litla hjólinu til að halda í við okkur, núna var hann fyrstur næstum alla leiðina.
Hér kemur ein mynd af þeim:

Á föstudags og/eða laugardagskvöldum halda þeir partý.
Svona líta þau út... popp, vatn og bíómynd. (Ef maður væri nú svona nægjusamur!).
Um helgina erum við Brynjar búin að vera að horfa á íslenska sakamálaþætti. Svartir englar og Pressan. Bara nokkuð góðir þættir... engir Horatio samt ;o) heheh... En við vorum alveg límd yfir þessu og horfðum á einn enn og einn enn.... og svo síðasta líka :o)
Ég held hann sé að sækja fleiri svona þætti, svo okkur ætti ekki að leiðast næstu helgi.
Nú man ég ekki eftir fleiru... enda held ég að þetta sé orðin svolítil langloka ;o)
Þar til næst............




mandag den 20. oktober 2008

Jæja, nú eru allir drengirnir komnir í hús og myndavélin með :o)
Hér kemur smá sería:


Lillinn loksins orðinn 5 ára, eldsnemma morguns að opna fyrsta pakkann.


Gormiti eldfjall og fígúrur.

Leikskóladeildin mætt í hádegismat.

Eftir söng, húrrahróp og eldflaugar var blásið á kertin.

Krakkarnir léku sér eins og ljós allan tímann.
Næsta afmæli.... það íslenska!

Hvaða skrítnu strákar eru nú þetta??


Bræðurnir í ferjunni á leið til Noregs.


Algjörir töffarar.

Perlu vinir, Ásbjörn og Fönix.

Ég setti síðan allar hinar myndirnar inná picasa, tvö ný albúm.

Annars er auðvitað allt það sama að frétta!

Strákarnir skemmtu sér konunglega í Noregi. Ásbjörn vildi helst vera eftir, missti líka fimmtu tönnina sína þar og Jóhann Ingi varð veikur, fékk hita og vesen :o/ En það hafði nú samt ekki áhrif á skemmtilegar minningar frá Friðrik frænda og öllum hinum frá Norge.

Aðfaranótt sunnudags gistu báðir strákarnir hjá Brynjari vini sínum. Það var ansi tómlegt í kotinu. Við Brynjar eldri afrekuðum að horfa á heilar tvær bíómyndir og svaf ég út á sunnudeginum (engin vekjaraklukka :o) ) Það var yndislegt.

Í morgun var síðan ræs kl. 7 .... daglega rútínan komin aftur í gang.

Jóhann Ingi er mjög stoltur af því að vera orðinn 5 ára. Hann borðaði morgunmatinn sinn á methraða í morgun. Ég hélt hann væri orðinn eitthvað alvarlega veikur en minn sagði bara: Nú er ég orðinn 5 ára og þá er ég fljótur að borða! Hingað til hefur hann verið heila eilífð með morgunmatinn sinn, vona bara að hann haldi áfram að vera svona duglegur ;o)

Ásbjörn heimsótti Kristján vin sinn í gær og hjólaði ég þangað með honum. Hann hjólaði alveg slatta vegalengd án þess að halda í stýrið, mikið búinn að æfa sig í því og var að vonum mjög ánægður með sig, það var frekar ég sem var pínu stressuð (ekki gott að detta.. hehe...).

Ég endaði uppá slysó á laugardaginn :o/ Þurfti að fara alla leið til Aabenraa til að komast til læknis. Ég er sem sagt aftur komin með Streptakokkasýkingu í lærið (dem...). Fékk aftur pensilín og einhverjar "kláðastillandi" töflur, ég er viss um að þetta eru bara vítamíntöflur þær virka allavega ekki rassgat.

Læknirinn sem ég talaði við leit engan veginn út fyrir að vera læknir, svo argintætuleg og illa til höfð... og með stærstu bjóst sem ég hef á ævinni séð með berum augum!!! Hún gat ekki pikkað á tölvuna án þess að rekast í bjóstin við hverja hreyfingu... og ég var að reyna að horfa ekki of mikið... haha.... það var bara ekki annað hægt ;o)

Svo fór ég á námskeið í Kolding í dag. Lærði að setja augnháralengingu. Það kom bara nokkuð vel út og leit ekki gervilega út. Ég vildi samt ekki fá á sjálfa mig, finnst ég hafa alveg nógu löng augnhár! Fíla ekki svona fyrir sjálfa mig og heldur ekki tannskraut! Það er ein sem kemur uppá stofu og setur tannskraut, hef samt ekki enn hitt hana, engin fyrirspurn um þetta. Ein sem ég vinn með finnst þetta svo æðislegt og mér finnst þetta allt í lagi á öðrum, myndi ekkert fá sjokk en vil ekki sjá þetta á sjálfri mér!

Svo 16 nóvember fer ég á námskeið í Haderslev í Hot Stone nuddi :o) Þetta er reyndar sunnudagur og námskeiðið er frá 9-18 ... ansi langur dagur! En það verður gaman að læra þetta.

En jæja og aftur jæja... man ekki eftir fleira merkilegu... hahaha.... eins og sést gerist ekki mikið hérna :o)

Eitt enn... hvernig væri svo að kvitta??

Það er enginn teljari á síðunni svo ég sé ekki einu sinni hvort það kíki einhver hér inn yfir höfuð!

Bless í bili....



mandag den 13. oktober 2008

My ass...

Þessi stóri strákur varð 5 ára þann 9 okt.


Afmælismyndir koma seinna því myndavélin er stödd í Noregi með öllum mínum strákum.

Það voru haldnar 2 afmælisveislur fyrir guttann.
Á afmælisdaginn kom deildin hans af leikskólanum heim til okkar í hádegismat. 14 stk. krakkar... ég fékk pínu í magann þegar þau mættu við útidyrahurðina!!! Shit, hvað var ég að pæla!!!
En þetta gekk framar öllum vonum. Þau léku sér inní Jóhanns herbergi og svo komust þau öll 15 við borðstofuborðið og svo léku þau sér aftur eftir mat og tóku svo til í herberginu áður en þau fóru og fóstrurnar sáu alveg um að skenkja þeim á diskana... ég var bara þarna hehe... en við "fullorðna" fólkið sátum bara í sófanum að spjalla meðan krakkarnir léku sér eins og ljós.

Á laugardag var svo önnur veisla fyrir alla hina vinina. Það var líka mjög fínt (ekki við öðru að búast). Og Jóhann Ingi var mjög ánægður með þetta allt saman. Takk fyrir drenginn allir saman.

Feðgarnir fóru allir til Noregs í gær að heimsækja Friðrik og Helenu (bróðir sinn og konuna hans). Þeir eru allir í haustfríi og njóta sín alveg örugglega vel í Norge.

Ég er bara að vinna og vinna :o/
Fór reyndar í Boot Camp áðan :o) Ég hafði ekki fleiri afsakanir til að sleppa því!!!
Síðasta mánudag var full bókað, á miðvikudag var ég komin á pensilín (eitthvað stakk mig í lærið og það bólgnaði næstum allan hringinn) og núna í dag mætti mín bara á svæðið :o)
Shit... ég var að springa í upphitun *roðn*, en ég hélt út allan tímann og hef held ég aldrei svitnað annað eins. Við vorum að boxa allan tímann. Fyrst var ég með stelpu sem fór og svo var ég með manni... greyið.... hann var svo að hafa fyrir því að kýla og sparka ekki of fast í púðann sem ég hélt á.. SEM BETUR FER segji ég nú bara.
Á heimleiðinni gerðist það skemmtilega atvik að ég datt af hjólinu útá miðri götu á umferðarljósum.... NÆS. Djöfull meiddi ég mig í rassinum og djöfull skammaðist ég mín, hentist upp úr götunni og strunsaði í burtu án þess að líta upp. Asninn ég var að hjóla með regnhlíf og "gleymdi mér" aðeins og regnhlífin fór í teinana.
Ég er svo heppin alltaf... eða þannig.

En jæja... best að fara að pirra sig yfir töktunum í Horatio Cane ;o)

søndag den 5. oktober 2008

Farið að hausta, brrr.......

Úff.. hvað það er orðið kuldalegt úti... er samt þakklát fyrir að það sé ekki snjór ;o)

Það er nú orðið frekar langt síðan ég skrifaði síðast og búið að vera nóg að gera hjá okkur eins og alltaf... samt svo sem ekkert spennandi búiðað gerast, bara þetta daglega amstur.

Fór t.d. á foreldrafund hjá bekknum hans Ásbjörns eitt kvöldið... sem er nú ekki frásögu færandi nema að þessi fundur var 2 klst. og 40 mín. Ó my God, ég hélt ég yrði ekki eldri!! Þarna var til dæmis hópsöngur, sungin tvö haustlög og spilað undir á gítar!!!

Svo var opið kvöld á snyrtistofunni hjá mér í Aabenraa... þá hélt ég líka að ég yrði ekki eldri!!!
Það komu 12 konur og við vorum að kynna það sem við bjóðum uppá á stofunni. Upphaflega var það eigandi stofunnar og tvær aðrar konur sem héldu þetta, þær eiga veitingastað og fatabúð og voru því líka að kynna sjálfar sig en yfirkona mín endaði á að sjá ein um þetta kvöld þannig að ég og naglafræðingurinn ákváðum að hjálpa til með þetta kvöld.
En allavega... algjörlega óundirbúin þurfti ég að kynna mig og hvað ég væri að gera fyrir öllum þessum konum (ég hélt að eigandinn myndi sjá um þetta.... En...) og ég hélt að hjartað myndi bankast útúr líkamanum, svo kom að því að þeim var sýnt mitt herbergi.... og já... Ágústa viltu ekki bara sýna þeim þitt herbergi sjálf :o) UUuuuuu..... Uuuuuuu..... jú, jú..... (shit, shit...)
Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja... átti ég að endurtaka rumsuna síðan úr fyrri kynningunni???? Eða???? Mér tókst nú samt að ropa einhverju stuttu og "laggóðu" (eða ekki) útúr mér.

Og í gær var konudagur Ísl.félagsins. Byrjaði fyrir allar aldir eða kl. 10 um morguninn.
Byrjuðum á því að fara í Amazing Race eða ratleik á góðri íslenzku og þurftum að hlaupa fram og til baka um miðbæ Sönderborgar sem var troðfullur af fólki og leysa ýmsar þrautir á hverjum áfangastað. Ég man ekki hvað er langt síðan ég hljóp svona mikið síðast. Síðan var farið á "Loftið" (athvarf Ísl.félagsins) og svalað þorsta og hungri og svo var tekin rúta í Paint Ball. Það var hrikalega gaman og ég og mitt lið vorum hrikalega lélegar!!! :o) Ég verð nú að viðurkenna að ég hlýfði mér ansi vel og hef bara fundið einn marblett á lærinu og svo eina kúlu á hausnum en asskoti var þetta gaman.
Síðan var farið í sturtu í Sönderborg og við sjænuðum okkur til og fórum svo á Háskólabarinn og þar fengum við Grískt hlaðborð og eftir matinn kom Hipp Hopp kennari og REYNDI að kenna okkur einn dans. Mér fannst það mjög gaman en þakka samt fyrir að það var ekki speglasalur þarna ;o) Og greyið strákurinn... þetta var eins og að kenna hóp af gömlum hundum að sitja.
Svo kíkti ég aðeins í bæinn með nokkrum stelpum en var komin heim kl.1 batteríið var alveg búið þá, enda búin að vera í fullri action í 15 klst.
........... OG fékk að finna fyrir því er ég steig fram úr rúminu í morgun. Ég hélt ég gæti ekki gengið en tókst það samt og gekk um eins og spýtukerling í fyrstu skrefunum, en stiginn og klósettið eru verst ;o/
Ég er samt að spá í að ganga algjörlega frá mér á morgun! Ætla að reyna að komast í Boot Camp, þ.e.a.s. ef ég næ strætó. Fékk nefnilega gjafakort fyrir viku í ræktina og ætla að prófa þetta áður en ég kaupi mánaðarkort.

En nóg um mig.

Strákarnir hafa það fínt.
Jóhann Ingi er reyndar búinn að vera veikur alla síðustu viku. Var sendur heim af leikskólanum með Børnesår, það er víst bráð smitandi. Hann fékk sár við nefið og fékk krem til að bera á það en má samt ekki koma í leikskóla fyrr en það er gróið en það er farið núna og svo var hann með astma þannig að það passaði ágætlega að þetta kom á sama tíma (kannski frekar asnalega orðað!!)

Brynjar og strákarnir fara til Noregs í næstu viku og verða þar í tæpa viku en þá er Haustfrí í skólanum hjá þeim. Mig langar alveg hrikalega mikið að fara með, en verð víst að vinna :o/

Jæja, held þetta sé ágætt í bili.
Reyni að láta líða styttra á milli næsta bloggs :o)

Adios.............

mandag den 15. september 2008

Allt það fína í Kína!

Já bara allt fínt að frétta. Helgin því miður búin ;o/
Það var æðislegt að vera í fríi og veðrið var líka yndislegt. Strákarnir eru búnir að vera úti að leika alla helgina og Ásbjörn er orðinn voða duglegur að leika við einn bekkjabróðir sinn sem býr í næstu blokk við okkur. Það er voða sport hjá þeim að reyða hvorn annan á hjólunum sínum.
Á laugardagskvöldið síðasta hittumst við nokkrar stelpur og spiluðum heima hjá Dísu, það var æðislega gaman... langt síðan ég spilaði síðast. Strákarnir fengu Auði "barnapíu" til að passa sig og voru alveg í skýjunum yfir því.
Á sunnudaginn tók ég garðinn minn í gegn... ó, já.... ÞAÐ HAFÐIST. Og hann stækkaði um helming. Það er nefnilega einhver klifurjurt sem vex þarna og hún var búin að dreyfa ansi mikið úr sér. Þvílíkur léttir að vera búin að þessu :o) Bara verst hvað hann er samt ljótur :o/ Verð að gera eitthvað í því næsta vor.
Brynjar skemmti sér konunglega í Árhús og kom heim með nokkrar harðsperrur ;o)
Hann sansaði hjólin okkar áðan, skipti m.a. um dekk á mínu hjóli og svo kíktum við í smá hjólatúr, vorum reyndar engan veginn að nenna því, erum alveg að drepast úr leti sem við erum að reyna að laga! Stefnum á að fara reglulega í hjólatúr.

Mér finnst svo hrikalega gaman að gera svona myndablogg... ég var bara smá stund að setja þessar myndir inn en ekki fleiri klukkutíma eins og síðast! Hehemmm... já algjör tölvunörd.

Ég setti inn sumarmyndir 2008, þær enduðu reyndar frekar neðarlega í albúminu... kann ekki að laga það.


Ingi Pingi á Glæsi og mammsan á Ofsa.
Það eru svo skemmtilegar pælingar hjá Jóhanni. Við vorum að hjóla í leikskólann um daginn og þá sagði hann við mig: Ég veit hvað "fuglakúkið" heitir, það heitir fuglaskítur!!! Og hvernig komast eggin úr fuglunum? Prumpa þeir þeim út???
Svo spurði hann pabba sinn í dag hvort "karlamenn" mættu hafa hálsmen?

Ásbjörn Jakob var svo duglegur á Glæsi.

Hann elskar lítil börn og hugsar mikið til litla frænda okkar hans Aron Inga sem fæddist um daginn. Hann spurði hvort ég héldi að þau kæmu ekki að heimsækja okkur til Danmerkur, ég sagðist vona það og þá sagðist hann ætla að taka hann með sér í heimsókn til vinkonu sinnar og hélt að það yrði í lagi ef litli væri orðinn tveggja ára :o) Svo var hann líka að spá í hvort hann bursti tennurnar, eða er hann kannski tannlaus? Þarf hann þá samt að bursta?

Svo missti Ásbjörn tönn í gær og spurði hvort hann fengi pening fyrir hana. Ég sagði að kannski kæmi Tannálfurinn með pening en þá sagðist hann alveg vita að Tannálfurinn væri ekki til og það værum við sem settum pening undir koddann!!

Algjör gull :o)

En jæja... tókst að bulla smá núna :o)

Ætla að reyna koma myndaalbúmunum hér inn líka.

Bless í bili....

lørdag den 13. september 2008

Jæja.. ég ákvað að gerast nýjungagjörn og prófa nýja bloggsíðu. Mér skilst að þetta ætti að vera nokkuð idiot save... en já, vona að mér takist að læra á þetta!

Í gær fór ég í afmæli til Möggu Lukku, Brynjar (sko mig!) til Árhús á klakamót og kemur heim á morgun, Jóhann Ingi til Brynjars vinar síns og Ásbjörn gisti hjá Tristani vini sínum. Það að við vorum öll einhversstaðar.

Ég skemmti mér mjög vel í afmælinu. Nennti ekki í bæinn og var komin heim kl. 1... bara dugleg :o)
Er að þykjast spara mig fyrir 4. okt. þá er konudagurinn og dagskráin byrjar kl. 10.00 Ooo... hvað ég hlakka til.

Brynjar skemmtir sér líka konunglega á mótinu. Það verða örugglega harðsperrur á morgun ;o) hehe...

Á miðvikudaginn fer Jóhann í Koloni með leikskólanum, ji.. hvað mér finnst það skrítið. Þá fer hann í skála rétt hjá Aabenraa og gistir þar 2 nætur.... LITLA BARNIÐ MITT, en hann er víst ekki svo lítill lengur! Er að verða að hálfgerðri himnalengju!! En hann hlakkar mikið til og er mjög stoltur að vera einn af stóru krökkunum á leið í Koloni :o)
Vikuna á eftir gistir Ásbjörn síðan í skólanum yfir eina nótt og hlakkar honum mikið til. Þetta er árlegur viðburður hjá skólanum hans og mikið fjör :o)

Jæja, nú ætla ég að prófa myndirnar.
Svo koma nýrri myndir við tækifæri... ég bara gleymdi myndavélinni í afmælinu í gær.



Ásbjörn og Kobbi afi í hvalaskoðun.

Stuð í keilu.
Jæja læt þetta gott heita í bili... þetta er búið að taka mig klukkutímA....
Mojn, mojn!