lørdag den 13. september 2008

Jæja.. ég ákvað að gerast nýjungagjörn og prófa nýja bloggsíðu. Mér skilst að þetta ætti að vera nokkuð idiot save... en já, vona að mér takist að læra á þetta!

Í gær fór ég í afmæli til Möggu Lukku, Brynjar (sko mig!) til Árhús á klakamót og kemur heim á morgun, Jóhann Ingi til Brynjars vinar síns og Ásbjörn gisti hjá Tristani vini sínum. Það að við vorum öll einhversstaðar.

Ég skemmti mér mjög vel í afmælinu. Nennti ekki í bæinn og var komin heim kl. 1... bara dugleg :o)
Er að þykjast spara mig fyrir 4. okt. þá er konudagurinn og dagskráin byrjar kl. 10.00 Ooo... hvað ég hlakka til.

Brynjar skemmtir sér líka konunglega á mótinu. Það verða örugglega harðsperrur á morgun ;o) hehe...

Á miðvikudaginn fer Jóhann í Koloni með leikskólanum, ji.. hvað mér finnst það skrítið. Þá fer hann í skála rétt hjá Aabenraa og gistir þar 2 nætur.... LITLA BARNIÐ MITT, en hann er víst ekki svo lítill lengur! Er að verða að hálfgerðri himnalengju!! En hann hlakkar mikið til og er mjög stoltur að vera einn af stóru krökkunum á leið í Koloni :o)
Vikuna á eftir gistir Ásbjörn síðan í skólanum yfir eina nótt og hlakkar honum mikið til. Þetta er árlegur viðburður hjá skólanum hans og mikið fjör :o)

Jæja, nú ætla ég að prófa myndirnar.
Svo koma nýrri myndir við tækifæri... ég bara gleymdi myndavélinni í afmælinu í gær.



Ásbjörn og Kobbi afi í hvalaskoðun.

Stuð í keilu.
Jæja læt þetta gott heita í bili... þetta er búið að taka mig klukkutímA....
Mojn, mojn!

2 kommentarer:

Helga Hin sagde ...

ú... ég er fyrst til að kommenta! Þetta er alveg hreint ágætis byrjun hjá þér Ágústa! Flott hjá þér.

Björg sagde ...

Hei, velkomin á Blogspot!
Besti staðurinn til að vera á og hef ég þó prófað þá nokkra :)

Þið eruð alltaf jafn dugleg að gera eitthvað skemmtilegt, ég er ánægð með ykkur :)

Við þurfum nú endilega að fara að heyrast við tækifæri,
Knús á línuna,
Bogga