lørdag den 7. marts 2009

VONANDI fer að vora bráðum!

En alltaf er ég hugsa til þess verður skít kalt þannig að best að geyma þessar hugsanir í bili.

Það er árgangsmót hjá mínum árgang í apríl... mig langar svo að fara, er búin að vera með oggu pínu heimþrá undanfarið.
En svo erum við líka að spá í að fara til Póllands í apríl. Og við hefðum svo gott af því að komast saman í burtu í nokkra daga... eina langa helgi. Þannig að þetta er enn í vinnslu!

Jóhann Ingi kom til mín einn daginn og spurði mig af hverju maður væri grafinn ofaní jörðina þegar maður deyr!
Og hvernig kemst maður svo líka uppí loftið???
Þegar stórt er spurt.... er oft erfitt að útskýra svona. Og ég held hann hafi verið engu nær eftir að ég svaraði honum!

Svo var nú frekar fyndið um daginn. Ásbjörn var veikur í síðustu viku og við vorum búin að grínast í honum að hann væri örugglega með tölvuvírus, svo var hann að tala við afa sinn í símann og sagði honum að hann væri veikur og var mjög alvarlegur þegar hann sagði honum að hann væri örugglega með tölvuvírus... hahaha...., mig grunaði ekki einu sinni að hann hafi tekið þessu alvarlega svo, já það borgar sig ekki að spila of mikið af tölvuleikjum ;o)

Svo fæ ég heimsókn 18-22 feb. :o) Lilja ætlar að kíkja á okkur. Og auðvitað er eitthvað extra að gerast í vinnunni :o/ Ég á alltaf frí á fimmtudögum og akkúrat þennan er námskeið.
En hvað um það... ég til niður þar til hún kemur og við finnum okkur eitthvað skemmtilegt að gera um helgina :o)

Jóhann Ingi er búinn að láta skrá sig í skólann. Við fórum einn daginn í viðtal og skólastjórinn sagði já við hann, hann er velkominn í skólann og gaf honum epli, skrifbók og blýant. Og hann byrjar 1 maí :o)

Jæja, bið að heilsa í bili....

tirsdag den 24. februar 2009

Enn sá dugnaður.... míns bara að blogga!
Skil ekki hvaða leti þetta er alltaf í manni... ég kíki daglega í tölvuna en bara nenni ekki að skrifa... fyrr en núna.
Það er náttúrulega nóg búið að vera um að vera!!! Hljómar þetta ekki frekar asnalega en allavega.
Karlinn kominn frá Íslandi og friðurinn úti ;o) hehe...
Eða eiginlega er hans friður úti frekar en minn. Ég er búin búa í vinnunni síðan hann kom heim, en VONANDI lagast það nú sem fyrst.
Ég er búin að fá stöðu sem deildarstjóri í Wellness deildinni og það er bara nóg að gera hjá mér. Fullt af hlutum sem ég þarf að læra og komast inní og fullt af breytingum í gangi :o)

Strákarnir hafa það fínt. Erum að fara að skrá Jóhann Inga í skólann á fimmtudaginn.
Ég er svo hallærisleg mamma, fór á mánudaginn og ætlaði að skrá hann. Hélt ég ætti bara að henda inn umsókninni og gæti svo farið en nei... það voru allir foreldrar með börnin sín með og hver tekinn inn til skólastjórans fyrir sig í viðtal. Ég pantaði bara nýjan tíma svo Jóhann Ingi komist með :o)

Ásbirni gengur vel í skólanum, er farinn að tala við útvalda kennara! Og vonandi bráðum tvo af bestu vinum sínum úr bekknum :o)

Öskudagurinn var haldinn hjá íslendingafélaginu á sunnudaginn, mikið fjör og mikið gaman eins og venjan er :o)

Hér koma nokkrar myndir:
Flottustu strákarnir fengu verðlaun fyrir flottustu búningana :o)SjórænINGI að slá köttinn úr tunnunni.

Ásbjörn Sparrow sló líka.


Hér er sjórænIngi að tala við afa sinn í símann, ný búinn að fá búninginn og ákvað svo að sofa í honum líka.
Þetta voru sem sagt nýjustu fréttir....
Aldrei að vita hvort maður nái að blogga tvisvar í næsta mánuði aftur!!! Nema mann komist í gírinn og fái ræpu... hehe...
Bless í bili...
søndag den 1. februar 2009

Hello meine liebe freunde.

Allt gott að frétta...
Hætt í Aabenraa :o) og ný verkefni að taka við :o)
Brynjar karlinn flúði til Íslands og það er langt síðan ég hef unnið svona mikið eins og undanfarna daga... er það ekki bara týbískt? En ég á svo yndislega vini sem hafa bjargað mér með strákana :o) Ég veit ekki hvernig ég hefði farið að án þeirra. Ég vona samt að næsta vika verði róleg!
Ég afrekaði að kveikja á sjónvarpinu í gærkvöldi og kíkti á textavarpið og þar var ein frétt um að nýji forsetisráðherrann á Íslandi sé lesbísk, ég varð náttúrulega að lesa greinina og þar var aðallega fjallað um samkynhneigð hennar, að hún ætti sambýliskonu en hafi prófað að vera gift og ætti tvö börn úr fyrra hjónabandi!!! Frekar fyndið!
En hvernig er það kallað ef forsetisráðherra er kona? forsetisráðsfrú? hljómar frekar asnalega.

Jóhann Ingi er loksins búinn að fá vin sinn aftur, hann er búinn að vera á Íslandi í heila eilífð... eða síðan fyrir jól og þeir eru búnir að vera eins og samlokur síðan hann kom.
Ásbjörn og Jóhann gistu báðir hjá honum í nótt og ég bara alein í kotinu :o/ Kveið reyndar mikið fyrir því er eitthvað svo myrkfælin þessa dagana en ég svaf bara eins og steinn :o) ... og NÓG pláss í rúminu :o) Og fór svo aftur að vinna í morgun.

Það er alltaf sama skíta veðrið hérna. Ég varla man jafn leiðinlegan vetur og tel niður að sumri. Það var snjófok er ég vaknaði í morgun en samt ekkert svo kalt... og sem betur fer fór bíllinn í gang í morgun! Það hefði verið svo týbískt. Hann byrjaði að stríða við fyrsta start en rauk svo í gang... ég verð að prófa að hugsa fallegra til hans, kannski virkar það! Bara hann dugi í 2 ár í viðbót :o)

Það er eins gott að ég hafi ekki lagt í vana minn að strengja áramótaheit!
Ég er greinilega farin að þekkja sjálfa mig svona vel... veit ég stend mig hvort sem er ekki.
EN hefði ég strengt áramótaheit, hefði það deffentli verið megrun... en ekki hvað.
Ég hef ekki farið í pilates síðan um miðjan des. og hef heldur ekki hjólað í strætó síðan þá og ég á svo mikið nammi inní skáp og get ekki séð það í friði... þó ég viti að ég svelti ekki í hel þó ég myndi láta það eiga sig.
Ég þarf svo hrikalega að fara að taka sjálfa mig í gegn... en vantar aga. Getur maður óskað eftir aga? Mig langar að gera svo margt en geri ekki neitt.
Svo ýti ég alltaf öllu á undan mér og ef ég fyndi mottu myndi ég helst sópa öllu undir hana. Eins og núna er ég ýta átakinu á undan mér... byrja bara þegar Brynjar kemur heim... áður en hann fór sagðist ég byrja þegar ég skipti um vinnu..., heheh... hversu klikkaður getur maður verið.

Jæja, nú er ferðinni heitið í pylsupartý til Eddu og Sighvats :o)
Eftir það verð ég að ráðast á þvottakörfuna og svo skulda ég sonum mínum nokkra kafla í lestri. Þeir hlífa mér sko ekki við því, reyna heldur að bæta við mig ef eitthvað er. Erum að lesa bók um Þór sem Ásbjörn fékk í jólagjöf og tökum einn kafla á kvöldi, en svo hef ég ekki getað lesið nokkur kvöld v/vinnu og líka ef ég hef fengið heimsóknir og nú er ss komið að skuldardögum! Spurning að reyna semja við þá ;o)

Bless í bili...

mandag den 5. januar 2009

OBS!

Hæ, hæ.
Vildi bara láta vita að það eru komin fleiri albúm inná Picasa!!! :o)

Kveðja, Ágústa.

fredag den 2. januar 2009

Gleðilegt ár.

Bara komið nýtt ár og styttist óðum í sumarið :o)
Vona bara að næstu mánuðir líði jafn hratt og síðustu mánuðir hafa gert. Og bara einn mánuður þangað til ég byrja á fullu í nýrri vinnu.
Jólin hafa verið alveg yndisleg. Ótrúlega rólega samt, sofið langt fram á hádegi og letin alveg að gera útaf við okkur. Strákarnir eru samt búnir að vera ótrúlega góðir saman og hafa ekkert nennt að hreyfa sig frekar en við hin!

Nú ert stefnan bara tekin á að rífa sig upp á rassgatinu og byrja nýja árið með krafti... eins og alltaf... á ekki annars nýja árið alltaf að vera betra en það gamla? Ekki það að gamla árið hafi verið neitt sérstaklega slæmt. Ég held allavega að þær "þrautir" sem lagðar eru fyrir mann kallist "skóli lífsins" og eru til að læra af :o)

Ég er búin að vera haldin alveg ferlegri ritstíflu og lítur ekki út fyrir að hún sé að bresta, allavega ekki í þetta skiptið.
En ég setti inn nokkrar myndir og svo fullt af nýjum myndum frá desember í Picasa albúmið... haldiði að það sé nú framtakssemi ;o)

Ingi Pingi og afi í göngutúr á aðfangadag.


"Aparnir" mættir í trén! ... Eða eru þetta jólasveinar?

Jú þetta eru algjörir jólasveinar!


Ég var sko líka með í göngutúrnum!! Bara bak við myndavélina!!!Gátum við ekki fundið aðeins stærra tré! Þurftum bara að taka "aðeins" ofan af því og neðan af því.


Í jólamessu. Kirkjuskólinn að syngja saman Djúp og breið. Jóhann Ingi var með lagið á heilanum það sem eftir var dagsins!


Á jólaballi. Bræðurnir nenntu ekkert að dansa kringum jólatré og voru bara að dandalast á ganginum á meðan.


Feðgar í sprengjustuði.


Krakkarnir fengu síðan smá stjörnuljós inni eftir sprengingarnar.


Gott að vera hjá ömmu og afa.
Næstu tvær vikur verða lítið spennandi hjá Brynjar, hann er á fullu að læra fyrir próf og á sér því ekkert líf þessa dagana. Ég ætla að hætta snemma í vinnu þessar tvær vikur svo ég geti verið með strákana, það verður fínt að geta verið heima og við verðum bara dugleg að finna okkur eitthvað til dundurs svo Brynjar fái frið til að læra.
Svo um miðjan janúar förum við á fyrsta foreldrafund v/Jóhanns í skólanum. Mér finnst þetta svo ótrúlegt að barnið sé að byrja í skóla í maí. Hann er reyndar búinn að taka góðan þroskakipp og reyndar vaxtakipp líka.
Já ég átti reyndar alltaf eftir að auglýsa það að Ásbjörn gleymdi sér einn góðan veðurdag í skólanum. Hann svaraði vini sínum ALVEG ÓVART !!! heheh... það var svo fyndið þegar hann sagði mér frá því og var frekar miður sín útaf þessu. Hann sagði "ja" við hann, hvorki meira né minna og vinur hans sagði honum að hann skildi ekki segja neinum frá þessu, þetta var algjört leyndarmál... hehe....
Jæja, nóg komið í bili.
Bestu kveðjur.................tirsdag den 23. december 2008

Jólakortið í ár.

Kæru vinir.

Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól, gott og gæfuríkt komandi ár.
Þökkum allar góðu stundirnar á liðnu ári.

Bestu jólakveðjur,
Ágústa, Brynjar, Ásbjörn Jakob og Jóhann Ingi.


Vegna tímaskorts og leti varð ekkert úr jólakortaskrifum þetta árið!
En það verður bara að hafa sig og vona ég bara að ég geti bætt úr því á næsta ári :o) .... jú ég ætla nefnilega ALLTAF af vera svo snemma í öllu hver einustu jól ;o) Var t.d. að klára síðustu jólagjafirnar áðan!!!

Foreldrar hans Brynjars eru komin í heimsókn til okkar og verða yfir jól og áramót. Þannig að það verður bara voða kósý hjá okkur hér í Baunalandi, með Alíslenskum jólamat og nammi :o)

Það er búið að vera ansi mikið að gera hjá mér undanfarið, ég held ég hafi bara aldrei á ævinni haft svona lítinn tíma eins og nú. En það lagast vonandi á nýja árinu. Byrja í "nýrri" vinnu 1. feb. og hlakkar mikið til að þurfa bara að vinna á einum stað og þegar ég er búin þar get ég farið heim til mín. Ég á samt eftir að sakna gömlu vinnunnar og allt það, finnst enn frekar óraunverulegt að ég sé að fara að hætta þar.

Á eftir förum við Kobbi og Ásbjörn og jóhann Ingi í skötuveislu. Ég ætla allavega að reyna að koma saltfisk í strákana ;o) Brynjar og mamma hans ætla að skreppa til Þýskalands og útrétta aðeins fyrir jólasveininn ;o)

Við fórum líka til Flensborg í gær. Jóna (mamma hans Binna) átti afmæli og bauð okkur í mat á Hansens Brauerei. Það var mjög gaman og góður matur eins og alltaf... og svo er náttúrulega möst að panta þar meter af bjór.
Og viti menn, mér gekk bara svo vel að tala þýskuna, þetta er allt að koma hjá mér og ég blanda henni ekki eins mikið við dönsku eins og ég gerði fyrst ;o) Gat sagt allt sem ég ætlaði án þess að stama, hehe...

Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Strákarnir fengu klippingu hjá Elsu áðan og eru því tilbúnir í jólin og spennan eftir pökkunum eykst með hverri mínútu sem líður :o)

Jæja, jæja... bless í bili og aftur....

Gleðileg jól.

torsdag den 6. november 2008

Samtal:

Ring, ring....

Jóhann: Má ég borða hjá Brynjari?
Mamman: Nei, viltu ekki bara koma heim að borða, ég er að elda fisk fyrir þig.
J: Nei mig langar svo að borða hjá Brynjari.
M: Hvað er í matinn?
J: Dúfa. Mig langar svo að smakka.
M: Dúfa? Okey, þá er það í lagi. (Örugglega gaman fyrir barnið að fá að smakka dúfu).

Við matarborðið:
M: Jóhann ætlar að borða dúfu hjá Brynjari.
B: Já, okey. Hvar ætli þau hafi komist í dúfu?
... Velt sér uppúr þessu í smá stund....
Ásbjörn: Er dúfa góð á bragðið?
M: Mér finnst það ekki, en kannski finnst öðrum það gott.

Jóhann kemur heim í fylgd Brynjars og Eddu.
M og B: Hvar fenguð þið eiginlega dúfu???
E: DÚFU?
M og B: Já! Var ekki dúfa í matinn hjá ykkur?
E: NEI... það var BJÚGA!!!!

Já svona verða kjaftasögurnar til.................. hehe....

Annars allt fínt að frétta.
Fór í gær með strákana og Ólu Sól vinkonu þeirra á bókasafnið.
Vorum þar í dágóðan tíma og komum heim með tvo tölvuleiki og þrjár bækur. Þá er bara að fara opna þær og lesa. Ég ætla að fara að vera duglegri að lesa fyrir strákana áður en þeir fara að sofa. Eða duglegri er nú ekki rétta orðið... ég ætla að fara að byrja að lesa fyrir strákana.

Ég verð nú að monta mig aðeins af stóra stráknum mínum. Hann er SVO duglegur að skrifa og læra heima. Hann gerir bara heila krossgátu án þess að fá hjálp og honum finnst þetta bara gaman. Alveg yndislegur þessi elska. Hann þarf að sitja á sér til að læra ekki of mikið heima, því það má hann ekki. Þau verða að fylgjast að í bókinni.

Á morgun förum við í mat til Eddu og Sighvats... spurning hvað verður á boðstolnum, hummm... kannski heimaslátruð dúfa og sniglasnyttur í eftirrétt???
Ó nei, aldeilis ekki. Við fáum íslenskt lambalæri, Mmmmmm... þvílík veisla :o)

Svo förum við í tvöfalt afmæli á laugardag og Ásbjörn fer í annað afmæli á sunnudag hjá bekkjarbróður sínum.

Jæja, engin langloka í þetta skiptið.

Bless í bili...