mandag den 20. oktober 2008

Jæja, nú eru allir drengirnir komnir í hús og myndavélin með :o)
Hér kemur smá sería:


Lillinn loksins orðinn 5 ára, eldsnemma morguns að opna fyrsta pakkann.


Gormiti eldfjall og fígúrur.

Leikskóladeildin mætt í hádegismat.

Eftir söng, húrrahróp og eldflaugar var blásið á kertin.

Krakkarnir léku sér eins og ljós allan tímann.
Næsta afmæli.... það íslenska!

Hvaða skrítnu strákar eru nú þetta??


Bræðurnir í ferjunni á leið til Noregs.


Algjörir töffarar.

Perlu vinir, Ásbjörn og Fönix.

Ég setti síðan allar hinar myndirnar inná picasa, tvö ný albúm.

Annars er auðvitað allt það sama að frétta!

Strákarnir skemmtu sér konunglega í Noregi. Ásbjörn vildi helst vera eftir, missti líka fimmtu tönnina sína þar og Jóhann Ingi varð veikur, fékk hita og vesen :o/ En það hafði nú samt ekki áhrif á skemmtilegar minningar frá Friðrik frænda og öllum hinum frá Norge.

Aðfaranótt sunnudags gistu báðir strákarnir hjá Brynjari vini sínum. Það var ansi tómlegt í kotinu. Við Brynjar eldri afrekuðum að horfa á heilar tvær bíómyndir og svaf ég út á sunnudeginum (engin vekjaraklukka :o) ) Það var yndislegt.

Í morgun var síðan ræs kl. 7 .... daglega rútínan komin aftur í gang.

Jóhann Ingi er mjög stoltur af því að vera orðinn 5 ára. Hann borðaði morgunmatinn sinn á methraða í morgun. Ég hélt hann væri orðinn eitthvað alvarlega veikur en minn sagði bara: Nú er ég orðinn 5 ára og þá er ég fljótur að borða! Hingað til hefur hann verið heila eilífð með morgunmatinn sinn, vona bara að hann haldi áfram að vera svona duglegur ;o)

Ásbjörn heimsótti Kristján vin sinn í gær og hjólaði ég þangað með honum. Hann hjólaði alveg slatta vegalengd án þess að halda í stýrið, mikið búinn að æfa sig í því og var að vonum mjög ánægður með sig, það var frekar ég sem var pínu stressuð (ekki gott að detta.. hehe...).

Ég endaði uppá slysó á laugardaginn :o/ Þurfti að fara alla leið til Aabenraa til að komast til læknis. Ég er sem sagt aftur komin með Streptakokkasýkingu í lærið (dem...). Fékk aftur pensilín og einhverjar "kláðastillandi" töflur, ég er viss um að þetta eru bara vítamíntöflur þær virka allavega ekki rassgat.

Læknirinn sem ég talaði við leit engan veginn út fyrir að vera læknir, svo argintætuleg og illa til höfð... og með stærstu bjóst sem ég hef á ævinni séð með berum augum!!! Hún gat ekki pikkað á tölvuna án þess að rekast í bjóstin við hverja hreyfingu... og ég var að reyna að horfa ekki of mikið... haha.... það var bara ekki annað hægt ;o)

Svo fór ég á námskeið í Kolding í dag. Lærði að setja augnháralengingu. Það kom bara nokkuð vel út og leit ekki gervilega út. Ég vildi samt ekki fá á sjálfa mig, finnst ég hafa alveg nógu löng augnhár! Fíla ekki svona fyrir sjálfa mig og heldur ekki tannskraut! Það er ein sem kemur uppá stofu og setur tannskraut, hef samt ekki enn hitt hana, engin fyrirspurn um þetta. Ein sem ég vinn með finnst þetta svo æðislegt og mér finnst þetta allt í lagi á öðrum, myndi ekkert fá sjokk en vil ekki sjá þetta á sjálfri mér!

Svo 16 nóvember fer ég á námskeið í Haderslev í Hot Stone nuddi :o) Þetta er reyndar sunnudagur og námskeiðið er frá 9-18 ... ansi langur dagur! En það verður gaman að læra þetta.

En jæja og aftur jæja... man ekki eftir fleira merkilegu... hahaha.... eins og sést gerist ekki mikið hérna :o)

Eitt enn... hvernig væri svo að kvitta??

Það er enginn teljari á síðunni svo ég sé ekki einu sinni hvort það kíki einhver hér inn yfir höfuð!

Bless í bili....mandag den 13. oktober 2008

My ass...

Þessi stóri strákur varð 5 ára þann 9 okt.


Afmælismyndir koma seinna því myndavélin er stödd í Noregi með öllum mínum strákum.

Það voru haldnar 2 afmælisveislur fyrir guttann.
Á afmælisdaginn kom deildin hans af leikskólanum heim til okkar í hádegismat. 14 stk. krakkar... ég fékk pínu í magann þegar þau mættu við útidyrahurðina!!! Shit, hvað var ég að pæla!!!
En þetta gekk framar öllum vonum. Þau léku sér inní Jóhanns herbergi og svo komust þau öll 15 við borðstofuborðið og svo léku þau sér aftur eftir mat og tóku svo til í herberginu áður en þau fóru og fóstrurnar sáu alveg um að skenkja þeim á diskana... ég var bara þarna hehe... en við "fullorðna" fólkið sátum bara í sófanum að spjalla meðan krakkarnir léku sér eins og ljós.

Á laugardag var svo önnur veisla fyrir alla hina vinina. Það var líka mjög fínt (ekki við öðru að búast). Og Jóhann Ingi var mjög ánægður með þetta allt saman. Takk fyrir drenginn allir saman.

Feðgarnir fóru allir til Noregs í gær að heimsækja Friðrik og Helenu (bróðir sinn og konuna hans). Þeir eru allir í haustfríi og njóta sín alveg örugglega vel í Norge.

Ég er bara að vinna og vinna :o/
Fór reyndar í Boot Camp áðan :o) Ég hafði ekki fleiri afsakanir til að sleppa því!!!
Síðasta mánudag var full bókað, á miðvikudag var ég komin á pensilín (eitthvað stakk mig í lærið og það bólgnaði næstum allan hringinn) og núna í dag mætti mín bara á svæðið :o)
Shit... ég var að springa í upphitun *roðn*, en ég hélt út allan tímann og hef held ég aldrei svitnað annað eins. Við vorum að boxa allan tímann. Fyrst var ég með stelpu sem fór og svo var ég með manni... greyið.... hann var svo að hafa fyrir því að kýla og sparka ekki of fast í púðann sem ég hélt á.. SEM BETUR FER segji ég nú bara.
Á heimleiðinni gerðist það skemmtilega atvik að ég datt af hjólinu útá miðri götu á umferðarljósum.... NÆS. Djöfull meiddi ég mig í rassinum og djöfull skammaðist ég mín, hentist upp úr götunni og strunsaði í burtu án þess að líta upp. Asninn ég var að hjóla með regnhlíf og "gleymdi mér" aðeins og regnhlífin fór í teinana.
Ég er svo heppin alltaf... eða þannig.

En jæja... best að fara að pirra sig yfir töktunum í Horatio Cane ;o)

søndag den 5. oktober 2008

Farið að hausta, brrr.......

Úff.. hvað það er orðið kuldalegt úti... er samt þakklát fyrir að það sé ekki snjór ;o)

Það er nú orðið frekar langt síðan ég skrifaði síðast og búið að vera nóg að gera hjá okkur eins og alltaf... samt svo sem ekkert spennandi búiðað gerast, bara þetta daglega amstur.

Fór t.d. á foreldrafund hjá bekknum hans Ásbjörns eitt kvöldið... sem er nú ekki frásögu færandi nema að þessi fundur var 2 klst. og 40 mín. Ó my God, ég hélt ég yrði ekki eldri!! Þarna var til dæmis hópsöngur, sungin tvö haustlög og spilað undir á gítar!!!

Svo var opið kvöld á snyrtistofunni hjá mér í Aabenraa... þá hélt ég líka að ég yrði ekki eldri!!!
Það komu 12 konur og við vorum að kynna það sem við bjóðum uppá á stofunni. Upphaflega var það eigandi stofunnar og tvær aðrar konur sem héldu þetta, þær eiga veitingastað og fatabúð og voru því líka að kynna sjálfar sig en yfirkona mín endaði á að sjá ein um þetta kvöld þannig að ég og naglafræðingurinn ákváðum að hjálpa til með þetta kvöld.
En allavega... algjörlega óundirbúin þurfti ég að kynna mig og hvað ég væri að gera fyrir öllum þessum konum (ég hélt að eigandinn myndi sjá um þetta.... En...) og ég hélt að hjartað myndi bankast útúr líkamanum, svo kom að því að þeim var sýnt mitt herbergi.... og já... Ágústa viltu ekki bara sýna þeim þitt herbergi sjálf :o) UUuuuuu..... Uuuuuuu..... jú, jú..... (shit, shit...)
Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja... átti ég að endurtaka rumsuna síðan úr fyrri kynningunni???? Eða???? Mér tókst nú samt að ropa einhverju stuttu og "laggóðu" (eða ekki) útúr mér.

Og í gær var konudagur Ísl.félagsins. Byrjaði fyrir allar aldir eða kl. 10 um morguninn.
Byrjuðum á því að fara í Amazing Race eða ratleik á góðri íslenzku og þurftum að hlaupa fram og til baka um miðbæ Sönderborgar sem var troðfullur af fólki og leysa ýmsar þrautir á hverjum áfangastað. Ég man ekki hvað er langt síðan ég hljóp svona mikið síðast. Síðan var farið á "Loftið" (athvarf Ísl.félagsins) og svalað þorsta og hungri og svo var tekin rúta í Paint Ball. Það var hrikalega gaman og ég og mitt lið vorum hrikalega lélegar!!! :o) Ég verð nú að viðurkenna að ég hlýfði mér ansi vel og hef bara fundið einn marblett á lærinu og svo eina kúlu á hausnum en asskoti var þetta gaman.
Síðan var farið í sturtu í Sönderborg og við sjænuðum okkur til og fórum svo á Háskólabarinn og þar fengum við Grískt hlaðborð og eftir matinn kom Hipp Hopp kennari og REYNDI að kenna okkur einn dans. Mér fannst það mjög gaman en þakka samt fyrir að það var ekki speglasalur þarna ;o) Og greyið strákurinn... þetta var eins og að kenna hóp af gömlum hundum að sitja.
Svo kíkti ég aðeins í bæinn með nokkrum stelpum en var komin heim kl.1 batteríið var alveg búið þá, enda búin að vera í fullri action í 15 klst.
........... OG fékk að finna fyrir því er ég steig fram úr rúminu í morgun. Ég hélt ég gæti ekki gengið en tókst það samt og gekk um eins og spýtukerling í fyrstu skrefunum, en stiginn og klósettið eru verst ;o/
Ég er samt að spá í að ganga algjörlega frá mér á morgun! Ætla að reyna að komast í Boot Camp, þ.e.a.s. ef ég næ strætó. Fékk nefnilega gjafakort fyrir viku í ræktina og ætla að prófa þetta áður en ég kaupi mánaðarkort.

En nóg um mig.

Strákarnir hafa það fínt.
Jóhann Ingi er reyndar búinn að vera veikur alla síðustu viku. Var sendur heim af leikskólanum með Børnesår, það er víst bráð smitandi. Hann fékk sár við nefið og fékk krem til að bera á það en má samt ekki koma í leikskóla fyrr en það er gróið en það er farið núna og svo var hann með astma þannig að það passaði ágætlega að þetta kom á sama tíma (kannski frekar asnalega orðað!!)

Brynjar og strákarnir fara til Noregs í næstu viku og verða þar í tæpa viku en þá er Haustfrí í skólanum hjá þeim. Mig langar alveg hrikalega mikið að fara með, en verð víst að vinna :o/

Jæja, held þetta sé ágætt í bili.
Reyni að láta líða styttra á milli næsta bloggs :o)

Adios.............