tirsdag den 23. december 2008

Jólakortið í ár.

Kæru vinir.

Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól, gott og gæfuríkt komandi ár.
Þökkum allar góðu stundirnar á liðnu ári.

Bestu jólakveðjur,
Ágústa, Brynjar, Ásbjörn Jakob og Jóhann Ingi.


Vegna tímaskorts og leti varð ekkert úr jólakortaskrifum þetta árið!
En það verður bara að hafa sig og vona ég bara að ég geti bætt úr því á næsta ári :o) .... jú ég ætla nefnilega ALLTAF af vera svo snemma í öllu hver einustu jól ;o) Var t.d. að klára síðustu jólagjafirnar áðan!!!

Foreldrar hans Brynjars eru komin í heimsókn til okkar og verða yfir jól og áramót. Þannig að það verður bara voða kósý hjá okkur hér í Baunalandi, með Alíslenskum jólamat og nammi :o)

Það er búið að vera ansi mikið að gera hjá mér undanfarið, ég held ég hafi bara aldrei á ævinni haft svona lítinn tíma eins og nú. En það lagast vonandi á nýja árinu. Byrja í "nýrri" vinnu 1. feb. og hlakkar mikið til að þurfa bara að vinna á einum stað og þegar ég er búin þar get ég farið heim til mín. Ég á samt eftir að sakna gömlu vinnunnar og allt það, finnst enn frekar óraunverulegt að ég sé að fara að hætta þar.

Á eftir förum við Kobbi og Ásbjörn og jóhann Ingi í skötuveislu. Ég ætla allavega að reyna að koma saltfisk í strákana ;o) Brynjar og mamma hans ætla að skreppa til Þýskalands og útrétta aðeins fyrir jólasveininn ;o)

Við fórum líka til Flensborg í gær. Jóna (mamma hans Binna) átti afmæli og bauð okkur í mat á Hansens Brauerei. Það var mjög gaman og góður matur eins og alltaf... og svo er náttúrulega möst að panta þar meter af bjór.
Og viti menn, mér gekk bara svo vel að tala þýskuna, þetta er allt að koma hjá mér og ég blanda henni ekki eins mikið við dönsku eins og ég gerði fyrst ;o) Gat sagt allt sem ég ætlaði án þess að stama, hehe...

Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Strákarnir fengu klippingu hjá Elsu áðan og eru því tilbúnir í jólin og spennan eftir pökkunum eykst með hverri mínútu sem líður :o)

Jæja, jæja... bless í bili og aftur....

Gleðileg jól.

3 kommentarer:

Björg sagde ...

Ég þakka jólakveðjuna og sömuleiðis vona ég að jólin veiti ykkur gleði og alsælu :)
Kannast við þetta með að ætla að vera tímalega... hér er allt að smella saman, gólfin við það að þorna eftir skúringarnar, síðasta gjöfin að hverfa inn í pappírinn og þar fram eftir götum. Eitt er víst að svona verður þetta ekki að ári!!!

Hafið það sem best yfir hátíðarnar, knús á liðið :)

Anonym sagde ...

Jólakort segir þú jólakortið ykkar er hérna á Íslandi , Það er bara svo langt á milli okkar að ég kom því ekki í verk að fara með það yfir svo þið fáið það bara eftir 13 jan :)

Takk æðislega fyrir stelpuna , þegar hún opnaði pakkan frá Ásbirni fannst okkur fullornafólkinu svolítið fyndið að fá náttkjól og lyklakippu frá gæjanum við hliðina :) Vantarð bara lykilinn frá honum :)

Hafið það sem allra best !

kveðja Peta og Óla Sól

Anonym sagde ...

BWAHahahaha... sá þetta ekki alveg svona fyrir mér :o)
En aldrei að vita hvort lykillinn komi í næsta pakka ;o)

Þegar Ásbjörn sá náttkjólinn sagði hann frekar hugsi: Ég held þetta sé alltof stór bolur á hana!!!!
En var alveg viss á því að hún myndi fíla hann eftir að hann vissi að þetta var náttkjóll :o)