torsdag den 6. november 2008

Samtal:

Ring, ring....

Jóhann: Má ég borða hjá Brynjari?
Mamman: Nei, viltu ekki bara koma heim að borða, ég er að elda fisk fyrir þig.
J: Nei mig langar svo að borða hjá Brynjari.
M: Hvað er í matinn?
J: Dúfa. Mig langar svo að smakka.
M: Dúfa? Okey, þá er það í lagi. (Örugglega gaman fyrir barnið að fá að smakka dúfu).

Við matarborðið:
M: Jóhann ætlar að borða dúfu hjá Brynjari.
B: Já, okey. Hvar ætli þau hafi komist í dúfu?
... Velt sér uppúr þessu í smá stund....
Ásbjörn: Er dúfa góð á bragðið?
M: Mér finnst það ekki, en kannski finnst öðrum það gott.

Jóhann kemur heim í fylgd Brynjars og Eddu.
M og B: Hvar fenguð þið eiginlega dúfu???
E: DÚFU?
M og B: Já! Var ekki dúfa í matinn hjá ykkur?
E: NEI... það var BJÚGA!!!!

Já svona verða kjaftasögurnar til.................. hehe....

Annars allt fínt að frétta.
Fór í gær með strákana og Ólu Sól vinkonu þeirra á bókasafnið.
Vorum þar í dágóðan tíma og komum heim með tvo tölvuleiki og þrjár bækur. Þá er bara að fara opna þær og lesa. Ég ætla að fara að vera duglegri að lesa fyrir strákana áður en þeir fara að sofa. Eða duglegri er nú ekki rétta orðið... ég ætla að fara að byrja að lesa fyrir strákana.

Ég verð nú að monta mig aðeins af stóra stráknum mínum. Hann er SVO duglegur að skrifa og læra heima. Hann gerir bara heila krossgátu án þess að fá hjálp og honum finnst þetta bara gaman. Alveg yndislegur þessi elska. Hann þarf að sitja á sér til að læra ekki of mikið heima, því það má hann ekki. Þau verða að fylgjast að í bókinni.

Á morgun förum við í mat til Eddu og Sighvats... spurning hvað verður á boðstolnum, hummm... kannski heimaslátruð dúfa og sniglasnyttur í eftirrétt???
Ó nei, aldeilis ekki. Við fáum íslenskt lambalæri, Mmmmmm... þvílík veisla :o)

Svo förum við í tvöfalt afmæli á laugardag og Ásbjörn fer í annað afmæli á sunnudag hjá bekkjarbróður sínum.

Jæja, engin langloka í þetta skiptið.

Bless í bili...

8 kommentarer:

Anonym sagde ...

Hahahahaha
Yndislegt hvað börnin heyra.

Anonym sagde ...

Vhá ég skellihló af Dúfunni. hehehe kostuleg þessi börn.

Knús til þín

Lilja

Anonym sagde ...

He he góð saga. Börn eru snillingar, ekki spurning. Sjáumst vonandi í pílatesinu í kvöld.
Kv.
Dísa í Sonder

Anonym sagde ...

tær snilld... LOL

Anonym sagde ...

Jæja sæta
Er ekki komin tími á nýtt blogg???

Anonym sagde ...

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SÆTA :-)

VELKOMIN Á FERTUGSALDURINN ....
Eigðu yndislegan dag....kossar og knús

Anonym sagde ...

Innilega til hamingju með afmælið sæta mín! Eygðu góðan dag! Verðum svo að fara að hittast, þetta gengur ekki!!!
knús*
Jóna

Hrund sagde ...

Til hamingju með daginn!
fyndin saga og líka vel skrifuð!