mandag den 13. oktober 2008

My ass...

Þessi stóri strákur varð 5 ára þann 9 okt.


Afmælismyndir koma seinna því myndavélin er stödd í Noregi með öllum mínum strákum.

Það voru haldnar 2 afmælisveislur fyrir guttann.
Á afmælisdaginn kom deildin hans af leikskólanum heim til okkar í hádegismat. 14 stk. krakkar... ég fékk pínu í magann þegar þau mættu við útidyrahurðina!!! Shit, hvað var ég að pæla!!!
En þetta gekk framar öllum vonum. Þau léku sér inní Jóhanns herbergi og svo komust þau öll 15 við borðstofuborðið og svo léku þau sér aftur eftir mat og tóku svo til í herberginu áður en þau fóru og fóstrurnar sáu alveg um að skenkja þeim á diskana... ég var bara þarna hehe... en við "fullorðna" fólkið sátum bara í sófanum að spjalla meðan krakkarnir léku sér eins og ljós.

Á laugardag var svo önnur veisla fyrir alla hina vinina. Það var líka mjög fínt (ekki við öðru að búast). Og Jóhann Ingi var mjög ánægður með þetta allt saman. Takk fyrir drenginn allir saman.

Feðgarnir fóru allir til Noregs í gær að heimsækja Friðrik og Helenu (bróðir sinn og konuna hans). Þeir eru allir í haustfríi og njóta sín alveg örugglega vel í Norge.

Ég er bara að vinna og vinna :o/
Fór reyndar í Boot Camp áðan :o) Ég hafði ekki fleiri afsakanir til að sleppa því!!!
Síðasta mánudag var full bókað, á miðvikudag var ég komin á pensilín (eitthvað stakk mig í lærið og það bólgnaði næstum allan hringinn) og núna í dag mætti mín bara á svæðið :o)
Shit... ég var að springa í upphitun *roðn*, en ég hélt út allan tímann og hef held ég aldrei svitnað annað eins. Við vorum að boxa allan tímann. Fyrst var ég með stelpu sem fór og svo var ég með manni... greyið.... hann var svo að hafa fyrir því að kýla og sparka ekki of fast í púðann sem ég hélt á.. SEM BETUR FER segji ég nú bara.
Á heimleiðinni gerðist það skemmtilega atvik að ég datt af hjólinu útá miðri götu á umferðarljósum.... NÆS. Djöfull meiddi ég mig í rassinum og djöfull skammaðist ég mín, hentist upp úr götunni og strunsaði í burtu án þess að líta upp. Asninn ég var að hjóla með regnhlíf og "gleymdi mér" aðeins og regnhlífin fór í teinana.
Ég er svo heppin alltaf... eða þannig.

En jæja... best að fara að pirra sig yfir töktunum í Horatio Cane ;o)

3 kommentarer:

Anonym sagde ...

Hæ mín kæru langt síðan ég hef heyrt í ykkur er löt að fara í tölvuna, stóri Jóhann til hamingu með afmælið ein og Birta segir og Ágúska mín ég sakna ykkar, sumarið var frábært, heyrumst fljótlega kveðja Þórunn frænka

Björg sagde ...

Til hamingju með drenginn um daginn :)
Svakalega líður tíminn hratt, komin 5 ár!!! Við verðum komnar á fertugsaldurinn áður en langt um líður ehemm :)
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Ágústa mín :*

Anonym sagde ...

Sæl vinkona
Til hamingju með drenginn um daginn.
Verð samt að skjóta pínu á þig...hjóla með regnhlíf??? WHAT?
Æji en það er svo vont að detta svona.

En dugnaður í þér stelpa að hendast í BootCamp, ég læt nú bara Curves duga mínum gömlum beinum, ég er nefnilega komin á fertugsaldurinn hahahaha...

Hafið það sem allra best elskan ...miss you like crasy....