mandag den 15. september 2008

Allt það fína í Kína!

Já bara allt fínt að frétta. Helgin því miður búin ;o/
Það var æðislegt að vera í fríi og veðrið var líka yndislegt. Strákarnir eru búnir að vera úti að leika alla helgina og Ásbjörn er orðinn voða duglegur að leika við einn bekkjabróðir sinn sem býr í næstu blokk við okkur. Það er voða sport hjá þeim að reyða hvorn annan á hjólunum sínum.
Á laugardagskvöldið síðasta hittumst við nokkrar stelpur og spiluðum heima hjá Dísu, það var æðislega gaman... langt síðan ég spilaði síðast. Strákarnir fengu Auði "barnapíu" til að passa sig og voru alveg í skýjunum yfir því.
Á sunnudaginn tók ég garðinn minn í gegn... ó, já.... ÞAÐ HAFÐIST. Og hann stækkaði um helming. Það er nefnilega einhver klifurjurt sem vex þarna og hún var búin að dreyfa ansi mikið úr sér. Þvílíkur léttir að vera búin að þessu :o) Bara verst hvað hann er samt ljótur :o/ Verð að gera eitthvað í því næsta vor.
Brynjar skemmti sér konunglega í Árhús og kom heim með nokkrar harðsperrur ;o)
Hann sansaði hjólin okkar áðan, skipti m.a. um dekk á mínu hjóli og svo kíktum við í smá hjólatúr, vorum reyndar engan veginn að nenna því, erum alveg að drepast úr leti sem við erum að reyna að laga! Stefnum á að fara reglulega í hjólatúr.

Mér finnst svo hrikalega gaman að gera svona myndablogg... ég var bara smá stund að setja þessar myndir inn en ekki fleiri klukkutíma eins og síðast! Hehemmm... já algjör tölvunörd.

Ég setti inn sumarmyndir 2008, þær enduðu reyndar frekar neðarlega í albúminu... kann ekki að laga það.


Ingi Pingi á Glæsi og mammsan á Ofsa.
Það eru svo skemmtilegar pælingar hjá Jóhanni. Við vorum að hjóla í leikskólann um daginn og þá sagði hann við mig: Ég veit hvað "fuglakúkið" heitir, það heitir fuglaskítur!!! Og hvernig komast eggin úr fuglunum? Prumpa þeir þeim út???
Svo spurði hann pabba sinn í dag hvort "karlamenn" mættu hafa hálsmen?

Ásbjörn Jakob var svo duglegur á Glæsi.

Hann elskar lítil börn og hugsar mikið til litla frænda okkar hans Aron Inga sem fæddist um daginn. Hann spurði hvort ég héldi að þau kæmu ekki að heimsækja okkur til Danmerkur, ég sagðist vona það og þá sagðist hann ætla að taka hann með sér í heimsókn til vinkonu sinnar og hélt að það yrði í lagi ef litli væri orðinn tveggja ára :o) Svo var hann líka að spá í hvort hann bursti tennurnar, eða er hann kannski tannlaus? Þarf hann þá samt að bursta?

Svo missti Ásbjörn tönn í gær og spurði hvort hann fengi pening fyrir hana. Ég sagði að kannski kæmi Tannálfurinn með pening en þá sagðist hann alveg vita að Tannálfurinn væri ekki til og það værum við sem settum pening undir koddann!!

Algjör gull :o)

En jæja... tókst að bulla smá núna :o)

Ætla að reyna koma myndaalbúmunum hér inn líka.

Bless í bili....

lørdag den 13. september 2008

Jæja.. ég ákvað að gerast nýjungagjörn og prófa nýja bloggsíðu. Mér skilst að þetta ætti að vera nokkuð idiot save... en já, vona að mér takist að læra á þetta!

Í gær fór ég í afmæli til Möggu Lukku, Brynjar (sko mig!) til Árhús á klakamót og kemur heim á morgun, Jóhann Ingi til Brynjars vinar síns og Ásbjörn gisti hjá Tristani vini sínum. Það að við vorum öll einhversstaðar.

Ég skemmti mér mjög vel í afmælinu. Nennti ekki í bæinn og var komin heim kl. 1... bara dugleg :o)
Er að þykjast spara mig fyrir 4. okt. þá er konudagurinn og dagskráin byrjar kl. 10.00 Ooo... hvað ég hlakka til.

Brynjar skemmtir sér líka konunglega á mótinu. Það verða örugglega harðsperrur á morgun ;o) hehe...

Á miðvikudaginn fer Jóhann í Koloni með leikskólanum, ji.. hvað mér finnst það skrítið. Þá fer hann í skála rétt hjá Aabenraa og gistir þar 2 nætur.... LITLA BARNIÐ MITT, en hann er víst ekki svo lítill lengur! Er að verða að hálfgerðri himnalengju!! En hann hlakkar mikið til og er mjög stoltur að vera einn af stóru krökkunum á leið í Koloni :o)
Vikuna á eftir gistir Ásbjörn síðan í skólanum yfir eina nótt og hlakkar honum mikið til. Þetta er árlegur viðburður hjá skólanum hans og mikið fjör :o)

Jæja, nú ætla ég að prófa myndirnar.
Svo koma nýrri myndir við tækifæri... ég bara gleymdi myndavélinni í afmælinu í gær.



Ásbjörn og Kobbi afi í hvalaskoðun.

Stuð í keilu.
Jæja læt þetta gott heita í bili... þetta er búið að taka mig klukkutímA....
Mojn, mojn!