torsdag den 6. november 2008

Samtal:

Ring, ring....

Jóhann: Má ég borða hjá Brynjari?
Mamman: Nei, viltu ekki bara koma heim að borða, ég er að elda fisk fyrir þig.
J: Nei mig langar svo að borða hjá Brynjari.
M: Hvað er í matinn?
J: Dúfa. Mig langar svo að smakka.
M: Dúfa? Okey, þá er það í lagi. (Örugglega gaman fyrir barnið að fá að smakka dúfu).

Við matarborðið:
M: Jóhann ætlar að borða dúfu hjá Brynjari.
B: Já, okey. Hvar ætli þau hafi komist í dúfu?
... Velt sér uppúr þessu í smá stund....
Ásbjörn: Er dúfa góð á bragðið?
M: Mér finnst það ekki, en kannski finnst öðrum það gott.

Jóhann kemur heim í fylgd Brynjars og Eddu.
M og B: Hvar fenguð þið eiginlega dúfu???
E: DÚFU?
M og B: Já! Var ekki dúfa í matinn hjá ykkur?
E: NEI... það var BJÚGA!!!!

Já svona verða kjaftasögurnar til.................. hehe....

Annars allt fínt að frétta.
Fór í gær með strákana og Ólu Sól vinkonu þeirra á bókasafnið.
Vorum þar í dágóðan tíma og komum heim með tvo tölvuleiki og þrjár bækur. Þá er bara að fara opna þær og lesa. Ég ætla að fara að vera duglegri að lesa fyrir strákana áður en þeir fara að sofa. Eða duglegri er nú ekki rétta orðið... ég ætla að fara að byrja að lesa fyrir strákana.

Ég verð nú að monta mig aðeins af stóra stráknum mínum. Hann er SVO duglegur að skrifa og læra heima. Hann gerir bara heila krossgátu án þess að fá hjálp og honum finnst þetta bara gaman. Alveg yndislegur þessi elska. Hann þarf að sitja á sér til að læra ekki of mikið heima, því það má hann ekki. Þau verða að fylgjast að í bókinni.

Á morgun förum við í mat til Eddu og Sighvats... spurning hvað verður á boðstolnum, hummm... kannski heimaslátruð dúfa og sniglasnyttur í eftirrétt???
Ó nei, aldeilis ekki. Við fáum íslenskt lambalæri, Mmmmmm... þvílík veisla :o)

Svo förum við í tvöfalt afmæli á laugardag og Ásbjörn fer í annað afmæli á sunnudag hjá bekkjarbróður sínum.

Jæja, engin langloka í þetta skiptið.

Bless í bili...

mandag den 3. november 2008

Jæja.....
Síðustu dagar eru búnir að vera alveg yndislegir. Ég var í fríi mið, fim og fös. og vann svo bara fös og lau. kvöld. og ótrúlegt en satt þá varð mér helling úr verki :o)
Kl. 8 á miðvikudags morgun breytti ég í stofunni, snéri henni alveg við og það kemur bara fínt út. Vantar bara málverk á veggina, sem koma vonandi fyrr en síðar.
Á fimmtudag hjálpuðumst við Brynjar að við að breyta í Ásbjörns herbergi og á laugardag máluðum við geymsluna niðri og keyptum hillur... engar smá hillur og settum þær upp á sunnudag. Og nágranni okkar kom niður til að þagga niður í okkur! Við þurftum að bora 48 göt í steinvegginn til að koma hillunum upp og vorum á gati nr.6 þegar hann kom. Sagði að það væri ekki hægt að sofa, þau eiga lítið barn og ég spurði hvenær það hentaði þá frekar, hvenær svefntíminn væri búinn og hann sagði að það hentaði enginn tími í dag! Kl. var rúmleg 13 og ég sagði að við ættum eftir að setja upp þrjár hillur og hann sagði að víst þetta vorum við þá væri þetta í lagi! Og svo sagðist hann líka hafa kvartað í fólkið fyrir ofan sig því það var að flytja og færa til hluti um kl.20 á laugardagskvöldi... HALLÓ!!! Þetta finnst mér bara frekja og fólk verður bara að gera sér grein fyrir því að það búi í fjölbýlishúsi.
Við vorum fyrst alveg á nálum við hvert gat sem við boruðum en ákváðum svo bara að gefa skít í þau. Þau geta bara sofið á nóttinni eins og annað fólk eða fengið sér eyrnatappa OG HANA NÚ!!

Svo kom upp ein svona líka skemmtileg umræða hjá okkur Brynjari um helgina!!!
Hillurnar sem við keyptum voru 250 cm á lengd og náðu yfir hausinn á okkur frammí í bílnum. Brynjari tókst að reka hausinn 2x í þær er hann settist inn og já þá fórum við að ræða það hvað maður getur orðið snögg reiður við að reka hausinn svona í. Hann tók þessu ótrúlega vel (fyrir utan táraflóðið ;o) hehehe...).
Ég lenti nefnilega í því um daginn að ég var að sækja hrísgrjónapott ofan af eldhússkáp og "einhver" setti pottlokið ofaná kassann en ekki ofaní hann og ég fékk lokið beint á hausinn á mér og djöfull varð ég reið %"!#$% ég man varla eftir öðru eins og þurfti að fara fram og telja ca.100 sinnum uppá 10 meðan ég var að ná mér niður. Og sem sagt um helgina, ca. 2 mánuðum eftir þetta viðurkenndi Brynjar að hann var heillengi í hláturskrampa inní eldhúsi og það var eins gott að ég heyrði ekki í honum!!!
Börn gráta ef þau lenda í svona en fullorðinir (fleiri en ég) taka þetta út á reiðinni! Af hverju ætli það sé? Já það er spurning!

Á föstudaginn fór ég líka með Helgu vinkonu minni í óvenjulegan og skemmtilegan göngutúr.
Við löbbuðum örugglega í ca. 2 klst. og vorum að túristast með myndavélarnar okkar.
Hér koma nokkrar myndir:


Fórum m.a. inní Marie kirke og tókum þar nokkrar myndir. Þetta er rosalega falleg kirkja og í fyrsta skiptið sem ég stíg inní kirkju síðan ég flutti hingað út.


Þetta er Alsion, skólinn hans Brynjars.

Þetta er Kong Christians bro.


Útsýnismynd frá höfninni.
Svo eru líka fleiri myndir á picasa, ég er bara ekki mikill ljósmyndari í mér en þær festust samt á filmunni :o)
Af strákunum er allt fínt að frétta. Þeir eru svo mikið úti og hjá vinum sínum og við Brynjar erum eiginlega búin að vera ein saman alla helgina! Frekar skrítið.
Stundum er reyndar fullt hús af börnum en aðra daga er það bara tómt.
Okkur tókst samt að fara saman í hjólatúr á sunnudag. Hjóluðum útí búð að versla. Þeir eru ótrúlega duglegir að hjóla, mér finnst Ásbjörn reyndar heldur glannalegur, sérstaklega þegar hann sleppir höndum... niður brekkur og allt.
Jóhann Ingi er kominn á 20" hjól, þvílíkur munur... við komumst áfram án þess að hann hjóli á trilljón eins og hann gerði á litla hjólinu til að halda í við okkur, núna var hann fyrstur næstum alla leiðina.
Hér kemur ein mynd af þeim:

Á föstudags og/eða laugardagskvöldum halda þeir partý.
Svona líta þau út... popp, vatn og bíómynd. (Ef maður væri nú svona nægjusamur!).
Um helgina erum við Brynjar búin að vera að horfa á íslenska sakamálaþætti. Svartir englar og Pressan. Bara nokkuð góðir þættir... engir Horatio samt ;o) heheh... En við vorum alveg límd yfir þessu og horfðum á einn enn og einn enn.... og svo síðasta líka :o)
Ég held hann sé að sækja fleiri svona þætti, svo okkur ætti ekki að leiðast næstu helgi.
Nú man ég ekki eftir fleiru... enda held ég að þetta sé orðin svolítil langloka ;o)
Þar til næst............