mandag den 20. oktober 2008

Jæja, nú eru allir drengirnir komnir í hús og myndavélin með :o)
Hér kemur smá sería:


Lillinn loksins orðinn 5 ára, eldsnemma morguns að opna fyrsta pakkann.


Gormiti eldfjall og fígúrur.

Leikskóladeildin mætt í hádegismat.

Eftir söng, húrrahróp og eldflaugar var blásið á kertin.

Krakkarnir léku sér eins og ljós allan tímann.
Næsta afmæli.... það íslenska!

Hvaða skrítnu strákar eru nú þetta??


Bræðurnir í ferjunni á leið til Noregs.


Algjörir töffarar.

Perlu vinir, Ásbjörn og Fönix.

Ég setti síðan allar hinar myndirnar inná picasa, tvö ný albúm.

Annars er auðvitað allt það sama að frétta!

Strákarnir skemmtu sér konunglega í Noregi. Ásbjörn vildi helst vera eftir, missti líka fimmtu tönnina sína þar og Jóhann Ingi varð veikur, fékk hita og vesen :o/ En það hafði nú samt ekki áhrif á skemmtilegar minningar frá Friðrik frænda og öllum hinum frá Norge.

Aðfaranótt sunnudags gistu báðir strákarnir hjá Brynjari vini sínum. Það var ansi tómlegt í kotinu. Við Brynjar eldri afrekuðum að horfa á heilar tvær bíómyndir og svaf ég út á sunnudeginum (engin vekjaraklukka :o) ) Það var yndislegt.

Í morgun var síðan ræs kl. 7 .... daglega rútínan komin aftur í gang.

Jóhann Ingi er mjög stoltur af því að vera orðinn 5 ára. Hann borðaði morgunmatinn sinn á methraða í morgun. Ég hélt hann væri orðinn eitthvað alvarlega veikur en minn sagði bara: Nú er ég orðinn 5 ára og þá er ég fljótur að borða! Hingað til hefur hann verið heila eilífð með morgunmatinn sinn, vona bara að hann haldi áfram að vera svona duglegur ;o)

Ásbjörn heimsótti Kristján vin sinn í gær og hjólaði ég þangað með honum. Hann hjólaði alveg slatta vegalengd án þess að halda í stýrið, mikið búinn að æfa sig í því og var að vonum mjög ánægður með sig, það var frekar ég sem var pínu stressuð (ekki gott að detta.. hehe...).

Ég endaði uppá slysó á laugardaginn :o/ Þurfti að fara alla leið til Aabenraa til að komast til læknis. Ég er sem sagt aftur komin með Streptakokkasýkingu í lærið (dem...). Fékk aftur pensilín og einhverjar "kláðastillandi" töflur, ég er viss um að þetta eru bara vítamíntöflur þær virka allavega ekki rassgat.

Læknirinn sem ég talaði við leit engan veginn út fyrir að vera læknir, svo argintætuleg og illa til höfð... og með stærstu bjóst sem ég hef á ævinni séð með berum augum!!! Hún gat ekki pikkað á tölvuna án þess að rekast í bjóstin við hverja hreyfingu... og ég var að reyna að horfa ekki of mikið... haha.... það var bara ekki annað hægt ;o)

Svo fór ég á námskeið í Kolding í dag. Lærði að setja augnháralengingu. Það kom bara nokkuð vel út og leit ekki gervilega út. Ég vildi samt ekki fá á sjálfa mig, finnst ég hafa alveg nógu löng augnhár! Fíla ekki svona fyrir sjálfa mig og heldur ekki tannskraut! Það er ein sem kemur uppá stofu og setur tannskraut, hef samt ekki enn hitt hana, engin fyrirspurn um þetta. Ein sem ég vinn með finnst þetta svo æðislegt og mér finnst þetta allt í lagi á öðrum, myndi ekkert fá sjokk en vil ekki sjá þetta á sjálfri mér!

Svo 16 nóvember fer ég á námskeið í Haderslev í Hot Stone nuddi :o) Þetta er reyndar sunnudagur og námskeiðið er frá 9-18 ... ansi langur dagur! En það verður gaman að læra þetta.

En jæja og aftur jæja... man ekki eftir fleira merkilegu... hahaha.... eins og sést gerist ekki mikið hérna :o)

Eitt enn... hvernig væri svo að kvitta??

Það er enginn teljari á síðunni svo ég sé ekki einu sinni hvort það kíki einhver hér inn yfir höfuð!

Bless í bili....



5 kommentarer:

Björg sagde ...

Kvittikvitt!
Yndislegt að lesa bloggið hjá þér eins og alltaf :)
Knús á línuna!!

Anonym sagde ...

Flottar myndir af stóra 5 ára stráknum.

Ha? Viltu ekki tannskraut? ég er sko ekki neitt hissa. Ég myndi ekki vilja það heldur.

Alltaf gaman að lesa bloggið elskan ...luv ya. kveðja Dísa

Helga Hin sagde ...

Usss... ég verð að skella mér í heimsókn til að redda þessu með teljarann! Ég er með teljara frá Bravenet.com en er ekki til teljari frá Blogger?

Allavega, mér þykir þú nú bara hafa heilmikið að segja!

Sjáumst við á kaffihúsi á fimmtudagskvöld?

Anonym sagde ...

ekkert tatoo, engin piercing (nema eyrnalokkar), ekkert skraut a nøglum... en pinulitill steinn a tønnina kæmi til greina ef eg yrdi ad skreyta mig.

skemmtilegt blogg :)
kv. D

Anonym sagde ...

Kvitt Kvitt;)
kem í kaffi á föstud;)
hlakka til að hitta þig;)