fredag den 2. januar 2009

Gleðilegt ár.

Bara komið nýtt ár og styttist óðum í sumarið :o)
Vona bara að næstu mánuðir líði jafn hratt og síðustu mánuðir hafa gert. Og bara einn mánuður þangað til ég byrja á fullu í nýrri vinnu.
Jólin hafa verið alveg yndisleg. Ótrúlega rólega samt, sofið langt fram á hádegi og letin alveg að gera útaf við okkur. Strákarnir eru samt búnir að vera ótrúlega góðir saman og hafa ekkert nennt að hreyfa sig frekar en við hin!

Nú ert stefnan bara tekin á að rífa sig upp á rassgatinu og byrja nýja árið með krafti... eins og alltaf... á ekki annars nýja árið alltaf að vera betra en það gamla? Ekki það að gamla árið hafi verið neitt sérstaklega slæmt. Ég held allavega að þær "þrautir" sem lagðar eru fyrir mann kallist "skóli lífsins" og eru til að læra af :o)

Ég er búin að vera haldin alveg ferlegri ritstíflu og lítur ekki út fyrir að hún sé að bresta, allavega ekki í þetta skiptið.
En ég setti inn nokkrar myndir og svo fullt af nýjum myndum frá desember í Picasa albúmið... haldiði að það sé nú framtakssemi ;o)

Ingi Pingi og afi í göngutúr á aðfangadag.


"Aparnir" mættir í trén! ... Eða eru þetta jólasveinar?

Jú þetta eru algjörir jólasveinar!


Ég var sko líka með í göngutúrnum!! Bara bak við myndavélina!!!



Gátum við ekki fundið aðeins stærra tré! Þurftum bara að taka "aðeins" ofan af því og neðan af því.


Í jólamessu. Kirkjuskólinn að syngja saman Djúp og breið. Jóhann Ingi var með lagið á heilanum það sem eftir var dagsins!


Á jólaballi. Bræðurnir nenntu ekkert að dansa kringum jólatré og voru bara að dandalast á ganginum á meðan.


Feðgar í sprengjustuði.


Krakkarnir fengu síðan smá stjörnuljós inni eftir sprengingarnar.


Gott að vera hjá ömmu og afa.
Næstu tvær vikur verða lítið spennandi hjá Brynjar, hann er á fullu að læra fyrir próf og á sér því ekkert líf þessa dagana. Ég ætla að hætta snemma í vinnu þessar tvær vikur svo ég geti verið með strákana, það verður fínt að geta verið heima og við verðum bara dugleg að finna okkur eitthvað til dundurs svo Brynjar fái frið til að læra.
Svo um miðjan janúar förum við á fyrsta foreldrafund v/Jóhanns í skólanum. Mér finnst þetta svo ótrúlegt að barnið sé að byrja í skóla í maí. Hann er reyndar búinn að taka góðan þroskakipp og reyndar vaxtakipp líka.
Já ég átti reyndar alltaf eftir að auglýsa það að Ásbjörn gleymdi sér einn góðan veðurdag í skólanum. Hann svaraði vini sínum ALVEG ÓVART !!! heheh... það var svo fyndið þegar hann sagði mér frá því og var frekar miður sín útaf þessu. Hann sagði "ja" við hann, hvorki meira né minna og vinur hans sagði honum að hann skildi ekki segja neinum frá þessu, þetta var algjört leyndarmál... hehe....
Jæja, nóg komið í bili.
Bestu kveðjur.................











1 kommentar:

Björg sagde ...

Gleðilegt nýtt ár !!
Gaman að skoða allar þessar myndir og barasta videó líka!! Þvílíkt framtak hjá þér :)
Segðu nú Binna að vera líka stundum á myndavélinni, það eru alltof fáar myndir af þér :)
Kveðja til ykkar allra úr rigningunni, þokunni og 6 stiga hitanum á Akranesi :o)