lørdag den 7. marts 2009

VONANDI fer að vora bráðum!

En alltaf er ég hugsa til þess verður skít kalt þannig að best að geyma þessar hugsanir í bili.

Það er árgangsmót hjá mínum árgang í apríl... mig langar svo að fara, er búin að vera með oggu pínu heimþrá undanfarið.
En svo erum við líka að spá í að fara til Póllands í apríl. Og við hefðum svo gott af því að komast saman í burtu í nokkra daga... eina langa helgi. Þannig að þetta er enn í vinnslu!

Jóhann Ingi kom til mín einn daginn og spurði mig af hverju maður væri grafinn ofaní jörðina þegar maður deyr!
Og hvernig kemst maður svo líka uppí loftið???
Þegar stórt er spurt.... er oft erfitt að útskýra svona. Og ég held hann hafi verið engu nær eftir að ég svaraði honum!

Svo var nú frekar fyndið um daginn. Ásbjörn var veikur í síðustu viku og við vorum búin að grínast í honum að hann væri örugglega með tölvuvírus, svo var hann að tala við afa sinn í símann og sagði honum að hann væri veikur og var mjög alvarlegur þegar hann sagði honum að hann væri örugglega með tölvuvírus... hahaha...., mig grunaði ekki einu sinni að hann hafi tekið þessu alvarlega svo, já það borgar sig ekki að spila of mikið af tölvuleikjum ;o)

Svo fæ ég heimsókn 18-22 feb. :o) Lilja ætlar að kíkja á okkur. Og auðvitað er eitthvað extra að gerast í vinnunni :o/ Ég á alltaf frí á fimmtudögum og akkúrat þennan er námskeið.
En hvað um það... ég til niður þar til hún kemur og við finnum okkur eitthvað skemmtilegt að gera um helgina :o)

Jóhann Ingi er búinn að láta skrá sig í skólann. Við fórum einn daginn í viðtal og skólastjórinn sagði já við hann, hann er velkominn í skólann og gaf honum epli, skrifbók og blýant. Og hann byrjar 1 maí :o)

Jæja, bið að heilsa í bili....

4 kommentarer:

Anonym sagde ...

Það eru sko bara 10 DAGAR þangað til að ég kem.... vhei vhei hlakka ekkert smá til að koma.

knús
Lilja

Anonym sagde ...

Ohh hvað það væri æði ef þú kæmir í heimsókn í apríl....

En alltaf gaman að fá gesti....
Til hamingju með nýja skóladrenginn

Kveðjur af skaganum :-)

ragga sagde ...

Hæ hæ:) ég var að skoða myndirnar og videoin af ykkur:) ég táraðist alveg... vá hvað ég sakna þín Ágústa... líka svo gaman að sjá strákana:) ekkert smá flottir:) riisastórir haha...

ég vona að þú komir til íslands bráðlega.. vona það svooooooo

knúúús

Björg sagde ...

Ég er alveg sammála, vonandi ferð að vora bráðum!!
Knús til þín elsku vinkona :o)