søndag den 1. februar 2009

Hello meine liebe freunde.

Allt gott að frétta...
Hætt í Aabenraa :o) og ný verkefni að taka við :o)
Brynjar karlinn flúði til Íslands og það er langt síðan ég hef unnið svona mikið eins og undanfarna daga... er það ekki bara týbískt? En ég á svo yndislega vini sem hafa bjargað mér með strákana :o) Ég veit ekki hvernig ég hefði farið að án þeirra. Ég vona samt að næsta vika verði róleg!
Ég afrekaði að kveikja á sjónvarpinu í gærkvöldi og kíkti á textavarpið og þar var ein frétt um að nýji forsetisráðherrann á Íslandi sé lesbísk, ég varð náttúrulega að lesa greinina og þar var aðallega fjallað um samkynhneigð hennar, að hún ætti sambýliskonu en hafi prófað að vera gift og ætti tvö börn úr fyrra hjónabandi!!! Frekar fyndið!
En hvernig er það kallað ef forsetisráðherra er kona? forsetisráðsfrú? hljómar frekar asnalega.

Jóhann Ingi er loksins búinn að fá vin sinn aftur, hann er búinn að vera á Íslandi í heila eilífð... eða síðan fyrir jól og þeir eru búnir að vera eins og samlokur síðan hann kom.
Ásbjörn og Jóhann gistu báðir hjá honum í nótt og ég bara alein í kotinu :o/ Kveið reyndar mikið fyrir því er eitthvað svo myrkfælin þessa dagana en ég svaf bara eins og steinn :o) ... og NÓG pláss í rúminu :o) Og fór svo aftur að vinna í morgun.

Það er alltaf sama skíta veðrið hérna. Ég varla man jafn leiðinlegan vetur og tel niður að sumri. Það var snjófok er ég vaknaði í morgun en samt ekkert svo kalt... og sem betur fer fór bíllinn í gang í morgun! Það hefði verið svo týbískt. Hann byrjaði að stríða við fyrsta start en rauk svo í gang... ég verð að prófa að hugsa fallegra til hans, kannski virkar það! Bara hann dugi í 2 ár í viðbót :o)

Það er eins gott að ég hafi ekki lagt í vana minn að strengja áramótaheit!
Ég er greinilega farin að þekkja sjálfa mig svona vel... veit ég stend mig hvort sem er ekki.
EN hefði ég strengt áramótaheit, hefði það deffentli verið megrun... en ekki hvað.
Ég hef ekki farið í pilates síðan um miðjan des. og hef heldur ekki hjólað í strætó síðan þá og ég á svo mikið nammi inní skáp og get ekki séð það í friði... þó ég viti að ég svelti ekki í hel þó ég myndi láta það eiga sig.
Ég þarf svo hrikalega að fara að taka sjálfa mig í gegn... en vantar aga. Getur maður óskað eftir aga? Mig langar að gera svo margt en geri ekki neitt.
Svo ýti ég alltaf öllu á undan mér og ef ég fyndi mottu myndi ég helst sópa öllu undir hana. Eins og núna er ég ýta átakinu á undan mér... byrja bara þegar Brynjar kemur heim... áður en hann fór sagðist ég byrja þegar ég skipti um vinnu..., heheh... hversu klikkaður getur maður verið.

Jæja, nú er ferðinni heitið í pylsupartý til Eddu og Sighvats :o)
Eftir það verð ég að ráðast á þvottakörfuna og svo skulda ég sonum mínum nokkra kafla í lestri. Þeir hlífa mér sko ekki við því, reyna heldur að bæta við mig ef eitthvað er. Erum að lesa bók um Þór sem Ásbjörn fékk í jólagjöf og tökum einn kafla á kvöldi, en svo hef ég ekki getað lesið nokkur kvöld v/vinnu og líka ef ég hef fengið heimsóknir og nú er ss komið að skuldardögum! Spurning að reyna semja við þá ;o)

Bless í bili...

2 kommentarer:

Anonym sagde ...

Hæ elskan mín
Gaman að loksins fá pistill frá þér. Já það er alveg ótrúlegt hvað allir fjölmiðlar velta sér upp úr kynhneigð Jóhönnu, það er ekki verið að spá í hvort þessi nýja ríkisstjón muni bjarga Ísalndi frá gjaldþroti. hehehehe...

En gott að heyra hvað gengur vel hjá þér. Nú er bara að finna agan og standa við stóru orðin....hann er þarna hjá þér sko aginn...ég bara veit það.
Hafðu það sem allra best....sakna þín alveg svakalega....knús og kossar

Anonym sagde ...

Hæ hæ,

Alltof jafn mikið að gera hjá þér mín kæra. Vona að þið hafið það rosa gott. Finnst eitthvað svo langt síðan ég hitti þig síðast. Annars gengur allt rosa vel með frænda þinn sem fékk nafnið Ólafur Hagalín. Ólafur eftir pabba mínum og afa. Þú veist náttúrulega allt með Hagalín nafnið haha :)
Kröftugt og flott nafn. Vantaði bara ykkur þennan yndislega dag. Gylfi gerði æðislega súpu og mamma þin sá um kökurnar og þær voru bara nammi. allir svo ánægðir.
knús Rakel