tirsdag den 24. februar 2009

Enn sá dugnaður.... míns bara að blogga!
Skil ekki hvaða leti þetta er alltaf í manni... ég kíki daglega í tölvuna en bara nenni ekki að skrifa... fyrr en núna.
Það er náttúrulega nóg búið að vera um að vera!!! Hljómar þetta ekki frekar asnalega en allavega.
Karlinn kominn frá Íslandi og friðurinn úti ;o) hehe...
Eða eiginlega er hans friður úti frekar en minn. Ég er búin búa í vinnunni síðan hann kom heim, en VONANDI lagast það nú sem fyrst.
Ég er búin að fá stöðu sem deildarstjóri í Wellness deildinni og það er bara nóg að gera hjá mér. Fullt af hlutum sem ég þarf að læra og komast inní og fullt af breytingum í gangi :o)

Strákarnir hafa það fínt. Erum að fara að skrá Jóhann Inga í skólann á fimmtudaginn.
Ég er svo hallærisleg mamma, fór á mánudaginn og ætlaði að skrá hann. Hélt ég ætti bara að henda inn umsókninni og gæti svo farið en nei... það voru allir foreldrar með börnin sín með og hver tekinn inn til skólastjórans fyrir sig í viðtal. Ég pantaði bara nýjan tíma svo Jóhann Ingi komist með :o)

Ásbirni gengur vel í skólanum, er farinn að tala við útvalda kennara! Og vonandi bráðum tvo af bestu vinum sínum úr bekknum :o)

Öskudagurinn var haldinn hjá íslendingafélaginu á sunnudaginn, mikið fjör og mikið gaman eins og venjan er :o)

Hér koma nokkrar myndir:
Flottustu strákarnir fengu verðlaun fyrir flottustu búningana :o)



SjórænINGI að slá köttinn úr tunnunni.

Ásbjörn Sparrow sló líka.


Hér er sjórænIngi að tala við afa sinn í símann, ný búinn að fá búninginn og ákvað svo að sofa í honum líka.
Þetta voru sem sagt nýjustu fréttir....
Aldrei að vita hvort maður nái að blogga tvisvar í næsta mánuði aftur!!! Nema mann komist í gírinn og fái ræpu... hehe...
Bless í bili...




2 kommentarer:

Ágústa sagde ...

Það eru fleiri myndir frá öskudeginum inná Picasa.

Anonym sagde ...

Æj en sætir drengir....og gott hjá þér að blogga. Ætti maður ekki bara að taka þig til fyrirmyndar??? Fer vonandi að fá mína eigin tölvu svo ég fái tíma til að skrifa...miss honey..kveðja Dísa