søndag den 5. oktober 2008

Farið að hausta, brrr.......

Úff.. hvað það er orðið kuldalegt úti... er samt þakklát fyrir að það sé ekki snjór ;o)

Það er nú orðið frekar langt síðan ég skrifaði síðast og búið að vera nóg að gera hjá okkur eins og alltaf... samt svo sem ekkert spennandi búiðað gerast, bara þetta daglega amstur.

Fór t.d. á foreldrafund hjá bekknum hans Ásbjörns eitt kvöldið... sem er nú ekki frásögu færandi nema að þessi fundur var 2 klst. og 40 mín. Ó my God, ég hélt ég yrði ekki eldri!! Þarna var til dæmis hópsöngur, sungin tvö haustlög og spilað undir á gítar!!!

Svo var opið kvöld á snyrtistofunni hjá mér í Aabenraa... þá hélt ég líka að ég yrði ekki eldri!!!
Það komu 12 konur og við vorum að kynna það sem við bjóðum uppá á stofunni. Upphaflega var það eigandi stofunnar og tvær aðrar konur sem héldu þetta, þær eiga veitingastað og fatabúð og voru því líka að kynna sjálfar sig en yfirkona mín endaði á að sjá ein um þetta kvöld þannig að ég og naglafræðingurinn ákváðum að hjálpa til með þetta kvöld.
En allavega... algjörlega óundirbúin þurfti ég að kynna mig og hvað ég væri að gera fyrir öllum þessum konum (ég hélt að eigandinn myndi sjá um þetta.... En...) og ég hélt að hjartað myndi bankast útúr líkamanum, svo kom að því að þeim var sýnt mitt herbergi.... og já... Ágústa viltu ekki bara sýna þeim þitt herbergi sjálf :o) UUuuuuu..... Uuuuuuu..... jú, jú..... (shit, shit...)
Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja... átti ég að endurtaka rumsuna síðan úr fyrri kynningunni???? Eða???? Mér tókst nú samt að ropa einhverju stuttu og "laggóðu" (eða ekki) útúr mér.

Og í gær var konudagur Ísl.félagsins. Byrjaði fyrir allar aldir eða kl. 10 um morguninn.
Byrjuðum á því að fara í Amazing Race eða ratleik á góðri íslenzku og þurftum að hlaupa fram og til baka um miðbæ Sönderborgar sem var troðfullur af fólki og leysa ýmsar þrautir á hverjum áfangastað. Ég man ekki hvað er langt síðan ég hljóp svona mikið síðast. Síðan var farið á "Loftið" (athvarf Ísl.félagsins) og svalað þorsta og hungri og svo var tekin rúta í Paint Ball. Það var hrikalega gaman og ég og mitt lið vorum hrikalega lélegar!!! :o) Ég verð nú að viðurkenna að ég hlýfði mér ansi vel og hef bara fundið einn marblett á lærinu og svo eina kúlu á hausnum en asskoti var þetta gaman.
Síðan var farið í sturtu í Sönderborg og við sjænuðum okkur til og fórum svo á Háskólabarinn og þar fengum við Grískt hlaðborð og eftir matinn kom Hipp Hopp kennari og REYNDI að kenna okkur einn dans. Mér fannst það mjög gaman en þakka samt fyrir að það var ekki speglasalur þarna ;o) Og greyið strákurinn... þetta var eins og að kenna hóp af gömlum hundum að sitja.
Svo kíkti ég aðeins í bæinn með nokkrum stelpum en var komin heim kl.1 batteríið var alveg búið þá, enda búin að vera í fullri action í 15 klst.
........... OG fékk að finna fyrir því er ég steig fram úr rúminu í morgun. Ég hélt ég gæti ekki gengið en tókst það samt og gekk um eins og spýtukerling í fyrstu skrefunum, en stiginn og klósettið eru verst ;o/
Ég er samt að spá í að ganga algjörlega frá mér á morgun! Ætla að reyna að komast í Boot Camp, þ.e.a.s. ef ég næ strætó. Fékk nefnilega gjafakort fyrir viku í ræktina og ætla að prófa þetta áður en ég kaupi mánaðarkort.

En nóg um mig.

Strákarnir hafa það fínt.
Jóhann Ingi er reyndar búinn að vera veikur alla síðustu viku. Var sendur heim af leikskólanum með Børnesår, það er víst bráð smitandi. Hann fékk sár við nefið og fékk krem til að bera á það en má samt ekki koma í leikskóla fyrr en það er gróið en það er farið núna og svo var hann með astma þannig að það passaði ágætlega að þetta kom á sama tíma (kannski frekar asnalega orðað!!)

Brynjar og strákarnir fara til Noregs í næstu viku og verða þar í tæpa viku en þá er Haustfrí í skólanum hjá þeim. Mig langar alveg hrikalega mikið að fara með, en verð víst að vinna :o/

Jæja, held þetta sé ágætt í bili.
Reyni að láta líða styttra á milli næsta bloggs :o)

Adios.............

4 kommentarer:

Anonym sagde ...

Dugnaðurinn í þér stelpa....frábært hjá þér að vera að í 15 klst. Magnað!!!

Hérna er farið að kólna mikið líka..fengum líka snjó sem varði í tvo daga...hehe.. tíbíst ísland. En nú er komin hiti aftur og því fylgir rigning og rok ..alveg lovely eða þannig...

En fúlt að þú komist ekki með til Noregs, en vonandi næst. Hafið það sem allra best dúllurnar ..
Kv. Dísa og co

Anonym sagde ...

Jæja best að prufa að kvitta.

´Eg hefði nú ekki viljað taka þátt í perlegade ratleiknum miðað við það litla sem ég sá af ykkur hehe

Finnst nú alveg vera kominn tími til að hittast öðruvísi en í barnaleikfimi og 5 mínútur.

knus

Anonym sagde ...

Já það var bara helv. gaman hjá okkur á laugardaginn. Líst rosa vel á Boot campið...
Kv,
Dísa (Sønderborg)

Gummi og fjölskylda í Kanada sagde ...

Þú ert brjáluð kona. Farðu nú að slaka á. Sýnist nú að það hafi verið gaman.

Kveðja til strákanna þinna (stórra sem smárra)